Heimilisritið - 01.12.1948, Síða 6

Heimilisritið - 01.12.1948, Síða 6
þetta kostað ærna peninga, sem hún var alltaf að reyna að' borga. En vinnan var lítil núna. Kaup- ið hrökk varla fyrir fæði og liús- næði handa henni og Grétu litlu. I fyrradag höfðu lögtaksmenn- irnir komið og ætlað að taka eina hlutinn, sem hún átti eftir Sigurð, skrifborðið hans. Hún hafði ekki getað hugsað sér að láta það og því hafði hún gripið til peninganna, sem hún hafði verið að reyna að safna, til að geta glatt Grétu litlu ofurlítið um jólin. Það var ekki að tala um frest lengur lijá þeim, svo nú átti hún ekkert nema rétt fyrir brauð'i og mjólk handa þeim yfir jólin. Nú kom búðarmaðurinn aftur út í gluggann og lét brúðuna á sama stað. „Ó, mamina, ætli ég megi ekki sjá hana?“ „Eg veit ekki, Gréta mín“. Það sakaði ekld þótt hún gengi inn og fengi að sjá brúðuna, ef blessað barnið hefði gaman af því. Hún fór inn í búðina. Þarna kom maður á móti henni. Hann var lítill og upp strokinn með dökkleitt hár, svört lítil augu og smeðjulegt bros lék um varir hans. Þetta var verzlunareigand- inn. „Hvað þóknast frúnni?“ „Ég ætlað'i að fá að líta á brúðuna, sem er í glugganum”. „Sjálfsagt, sjálfsagt“. Hann flýtti sér að glugganum, sótti brúðuna og beygði sig nið- ur að Grétu litlu. „Sjáðu, vina“. Hann hallaði brúðunni. „Hún getur lagt aftur augun og sagt mamma“. Augu Grétu litlu ljómuðu eins og stjörnur. Hún fað'maði og strauk brúðuna. Það komu tár í augu Jóhönnu, móður hennar. Hún leit á kaupmanninn og sagði: „Ég — ég — get víst ekki fengið hana lá — lánaða fram yfir jól?“ Kaupmaðurinn leit snöggt upp. „Lán, — ha. Ekki að tala um“. Hann hrifsaði brúðuna af Grétu. Jóhanna sneri við og ætlaði út. Ivaupmanninum varð litið á fætur hennar, íturvaxin brjóst og fallega lagaðan mun. Græðg- islegur glampi kom í augu hans og hann kallaði á Jóhönnu. „Heyrið þér, frú mín góð, þér voruð að tala um lán, var það eitthvað meira, sem þér ætluð- uð að fá?“ Ofurlítil von vaknaði hjá Jó- hönnu. „Ég var að hugsa um lítið jólatré, ef þið hafið' þau“. „Já, jú, — þau höfum við, ekkert fleira? Til dæmis góðgæti handa litlu stúlkunni?“ 4 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.