Heimilisritið - 01.12.1948, Blaðsíða 7

Heimilisritið - 01.12.1948, Blaðsíða 7
„Jú-ú“, stamaði Jóhanna. „Já, frú mín góð, við slculum tala betur um sakirnar inni á skrifstofu minni. Gerið þér svo vel, frú mín góð, fylgið mér eft- ir“. Hann gekk á undan henni inn og bauð henni sæti í djúpum skinnstól. „Reykir frúin?“ „Nei, þakka yður fyrir“. Gréta litla skreið feimin upp í kjöltu móður sinnar. „Hvað má bjóð'a litlu telp- unn?“ Hann fór fram, sótti brúðuna og súkkulaði, rétti Grétu litlu og settist á bríkina á breiðum skinnsófa. „Já, já, frú mín góð, fá lán, já. Hvenær gætuð þér borgað?“ „Eg veit ekki, en ég skal á- reiðanlega borga“. „Svo þér vitið það ekki. Hald- ið þér að nokkur verzlun myndi lána upp á það?“ „Nei, en ég hélt þér — þér . ..“ „Ég, já ...“ Hann var staðinn upp, gekk að' stól Jóhönnu. Aug- un glóðu. Hann læddi hendinni um brjóst hennar, röddin var hás. „Þér — þú skalt ekki einung- is fá brúðuna, heldur allt sem þú vilt'/ Heitur andi hans lék um háls hennar. Hún stóð snöggt upp, horfði leiftrandi augum á hann, hóf upp aðra hendina og rak honum löðrung. Svo flýtti hún sér út. Þegar hún kom út á götuna lét hún goluna leika um beran hálsinn. Henni fannst hálsinn brenna, og barmurinn gekk upp og niður, eins og hann ætlaði að springa. Þannig gekk hún lengi vel. Götuumferðin var farin að minnka. Þeir fáu, sem eftir voru, höfðu mikinn hraða á. Þeir voru að flýta sér heim í jólamatinn. Allt í einu mundi hún eftir Grétu litlu. „Guð’ minn almáttugur, hvað var orðið af blessuðu barninu? Hafði hún orðið eftir í búðinni, þegar hún rauk út?‘. Jóhanna flýtti sér allt hvað af tók. Þegar hún kom að dyrun- um var búið að loka. Hún barði að dyrum. Loks heyrði hún fóta- tak, kaupmaðúrinn stóð í dyr- unum. „Er, er, Gréta litla hér?“ Hún æddi inn úr dyrunum. Tvær síð- ustu búðarstúlkumar voru að fara í yfirhafnirnar. Þær litu brosandi hvor til annarrar, þeg- ar þær sáu Jóhönnu. Hún tók ekki eftir því, heldur flýtti sér inn í skrifstofuna. Þarna lá Gréta litla á sófan- um og svaf, með brúðuna í fang- inu. Jóhanna kraup á kné og kyssti hana. Hún ætlaði að taka brúð- HEIMILISRITIÐ 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.