Heimilisritið - 01.12.1948, Side 8

Heimilisritið - 01.12.1948, Side 8
una úr fangi hennar, en Gréta hafði vafið handleggjunum fast um brúðuna, eins og hún ætlaði aldrei að sleppa henni. ,Lofið barninu bara að sofa í næði“. Jóhanna stóð upp, ætlaði að þrífa Grétu með sér, en kaup- maðurinn greip í handlegg henn- ar. „Verið þér nú rólegar, kona góð, við skulum tala um þetta í næði“. „Ég hef alls ekkert við yður að tala“. Hún reyndi að losa um handlegginn, en kaupmaðurinn hélt henni fastri. Hann dró hana inn í herbergi innar af og lokaði hurðinni. Jóhanna rak upp hljóð og brauzt um af öllum mætti. „Það er sama hvað þú æpir hér. Það hevrir enginn til þín. Allir eru farnir og það er enginn í nánd“. Hann greip báðum höndum yfir um hana og þrýsti henni fast að sér. Jóhannna fann heitan andar- dráttinn leika niður eftir hálsi sér og sá að glampandi æðisleg augu lians virtust ætla að springa út úr höfðinu. Hún brauzt um af öllum kröf- um. Henni lá við köfnun, og hún reyndi að hrópa, en kom ekki upp nokkru hljóði. Hún fann að krafturinn var að þverra og að hún hafði ekkert við óðum manninum. Að síðustu lagði hún fram allan sinn mátt og henni fannst hún hrópa hástöfum: „Góður guð, í Jesú nafni, hjálpaðu mér“, en ekkert hljóð barst að eyrum hennar. Henni fannst hún fjarlægjast meir og meir og lienni sortnaði fyrir aug- um. Allt varð að myrlcri. Kaupmaðurinn fleygði hinum meðvitundarlausa kvenmanni upp í legubekk sem þar var. I ryskingunum hafði kápan hneppzt frá henni og kjóllinn rifnað að ofan, svo að skein í ber, þrýstin brjóstin. Með samankrepptum augum, sem glóðu eins og maurildi, laut kaupmaðurinn niður að Jó- hönnu. Fjarlægir hljómar af klukkna- hringingu bárust veiklega inn í herbergið. Kirkjuklukkurnar voru að boða komu jólanna. Kaupmaðurinn heyrði það víst ekki eða skeytti því engu. Hann kraup niður að Jóhönnu, og með hálfbognum fingrum, sem litu út eins og amarklær, reif hann kjólinn lengra — lengra. Allt í einu hrökk hann upp, er Gréta litla kallaði: „Mamma -— mamma!“ Hann stóð upp. Hvað! Var nú helvítis krakk- 6 HEIMILISRITJÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.