Heimilisritið - 01.12.1948, Page 9

Heimilisritið - 01.12.1948, Page 9
inn vaknaður. Bezt að henda í hana meira sælgæti, svo að hún vekti ekki kerlinguna. Hann fór fram. Skynsamleg- ast væri að bera stelpuna fram í búðina. Hann hrifsaði hana upp. Allt í einu fann hann mjúka barnshandleggi vefjast blítt um háls sér. Mjúkar barnsvarir snertu kinn hans, en að eyrum hans barst nú hærra og hærra hljóm- urinn frá kirkjuklukkunum. Honum fannst blóðið kólna í æðum sér, þegar hann leit inn í blíð barnsaugu litlu telpunnar. Óljós mynd frá barnæsku hans brauzt fram í huga hans, mynd af konu með barn í reif- um og englaskara allt í kring. Fæð'ing Jesú, jól, já nú voru jól. Hann lagði barnið varlega frá sér, settist niður og greip báðum höndum um höfuð sér. Aftur fann hann mjúka, litla handleggina taka um háls sér. Hann greip barnið í fangið og gekk fram í búðina. Hvað var þetta? Það var einhver undarleg móða fyrir augum hans. Hann strauk hendinni yfir augun. Höndin var þvöl, líklega af svita. Hann náði í stóran kassa, fyllti hann af allskonar góðgæti, fötum, matvöru, og svo fór hann að símanum og hringdi í bíl. Þegar bílstjórinn kom, spurði hann Grétu litlu, hvar hún ætti heima. Hún sagði honum það. Þá bað hann bílstjórann að fara með þennan kassa þangað. Svo fór hann inn í skrifstofuna, opn- aði peningaskápinn, tók 500 króna seðil, lét hann í umslag og stakk einnig í kassann. Hann sagði bílstjóranum að flýta sér. Þegar bílstjórinn var farinn, náði kaupmaðurinn í fallega loð- kápu, tók Grétu við hönd sér og sagði henni að fá mömmu sinni þetta. Síðan lokaði hann hurðinni og lét mæðgurnar vera einar. Þegar Jóhanna kom fram, rétti hún kápuna að kaupmann- inum. „Ég get ekki tekið við þessu af vður“. Hann stóð niðurlútur. Eftir nokkra þögn sagði hann undar- legri röddu: „En viljið þér ekki gera það vegna hátíðar bam- anna?“ Jóhanna leit á hann stómm augum. Hann sneri sér snögg- lega við, en þó hafði Jóhanna séð, að augu hans flutu í tárum. Hún gekk til hans, rétti hon- um hendina og sagði: „Gleðileg jól“. ^ Hann anzaði ekki, heldur þrýsti þönd hennar. Hún gekk HEIMILISRITJÐ 7

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.