Heimilisritið - 01.12.1948, Page 11

Heimilisritið - 01.12.1948, Page 11
AthyglisverS grein eftir James R. Adair Guð fylgdi honum að rafmagnsstólnum „ÞÓ ÉG verði sviptur lífinu, mun sál mín dvelja hjá guði á himnum. Þar verða næstu heimkynni mín, og ég er svo sæll, að ég er reiðubúinn að deyja“. Ég var að' Iesa morgunblaðið mitt, og rak augun í þessi orð. Það voru orð morðingja, sem átti að taka af lífi eftir þrjá daga. Morðinginn, hinn 23 ára gamli Ernest Gaither, hafði átt kveðju- viðtal við fréttamenn — afar eftirtektarvert viðtal, sem fól í sér ráðleggingar til annarra „svakakalla“. „Hvaða fífl sem er, getur not- að byssu til að' afla sér þess, er hann þarfnast“, sagði Ernest. „En það þari' dugandi mann til að vinna fyrir sér á heiðarlegan hátt“. Og svo síðasta línan: „ .. . og ég er svo sœll, að ég er reiðubi'i- inn að deyja“. Þetta vakti áhuga minn. Dauðadæmdur maður sæll! Sem ritstjóri kristilegs æskulýðsviku- rits, kom mér í hug, að þarna væri saga — og sama kvöldið fór ég ásamt Ken vini mínum, er einnig var ritstjóri, til Cook County fangelsisins í Illinois, til þess að heimsækja Ernest. Vörð- urinn fylgdi okkur upp til hans. Annar einkennisbúinn vörður sat utan við klefadyrnar. Morð- inginn lá á klefabekknum með biblíu við hlið sér. Hann var fremur lágvaxinn, holdugur svertingi. Er hann sá okkur, kom hann til móts við okkur til að segja sögu sína. Sagan var ekki falleg. Ernest byrjaði glæpaferil sinn 16 ára gamall; stjómaði hóp unglinga, sem ógnuðu mönnum með skammbyssum til að ræna þá. Afrekaskrá hans greindi frá hlut- deild í morði í Chicago, flótta frá betrunarskóla og síð'an fang- elsisvist. Eftir fimm ár var hann látinn laus, í júní 1946. Og svo, 9. febrúar 1947, vann HEIMILISRITIÐ 9

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.