Heimilisritið - 01.12.1948, Blaðsíða 13

Heimilisritið - 01.12.1948, Blaðsíða 13
andi bæn minni til guðs. Vörðurinn muldraði eitthvað og hélt svo áfram. Ég fann, að þungri byrði hafði verið létt af mér, þegar ég skreið upp á bekk- inn eftir nokkrar mínútur". Við Ken undruðumst krafta- verkið', sem gerzt hafði á Ernest. En eins og um flest kraftaverk guðs, voru skýringar á reiðum höndum. Á leiðinni út, sagði vörðurinn kæruleysislega: „Þeir hafa margir látið svona. Það er einungis leikaraskapur. Heldur að hann geti losnað við stólinn. Hann linast, þegar þeir fara með hann þangað". Ég velti því fyrir mér, hvort þetta væri algengt um fanga, eða var hin kuldalega skýring varðarins röng. Næsta morgunn komst ég að raun um, að ég yrði að bíða nokkuð eftir svarinu. Fylkis- stjórinn hafði veitt Ernest frest til 24. oktdber. Ég heimsótti hann aftur 22. október. Ernest brosti er hann sá mig. Handtak hans var hlý- legt; trú hans jafn staðföst — ekki sú trú, að hann myndi sleppa við stólinn, heldur sú trú, að guð myndi fylgja honum þangað. Fas hans var enn ólíkt því, er gerist um dauðadæmda menn. Á leiðinni út talaði ég við Frank Sain yfirfangavörð. Hann sagði mér frá öðrum dauða- dæmdum manni, sem allt í einu hefði tekið „ofstækisfulla trú", en orðið bandbrjálaður, er hann kom inn í aftökuklefann, rifið af sér hettuna og barist óður um. „Það þarf meira en hugrekkið eitt til þess að ganga rólega í dauðann. Það þarf eitthvað meira". Og þegar ég fór, velti ég því fyrir mér, hvort Ernest hefði í raun og veru öðlast þetta eitt- hvað meira. Hann hafði verið huglaus alla ævi, skýlt sér bak við' skammbyssu til að fá það, sem hann þarfnaðist. I dauðraklefa sínum sat Ern- est síðasta kvöldið, borðaði eft- irlætisrétt sinn og gerði að gamni sínu við verðina. Svo kom síðasta klukkustund- in. Það var eins og allir væru gráti nær, nema maðurinn, sem átti eina stund eftir á lífi. Bæði hvítur og svartur prestur komu til hans og lásu með honum úr ritningunni. Fanginn lyfti aug- um til himins og las úr 23. sálm- inum: „Jafnvel þótt ég jari um dimm- an dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stajur hugga mig". Uti biðu syrgjendurnir, milli tíu og tuttugu fangaverðir. Þeir hlustuðu lotningarfullir, og ein- HEIMILISRITIÐ 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.