Heimilisritið - 01.12.1948, Blaðsíða 14

Heimilisritið - 01.12.1948, Blaðsíða 14
hver stakk upp á að syngja. Tveir sálmar voru sungnir, og há tenórrödd fangans skar sig úr röddum varðanna. Nú var komið með skæri, og maðurinn með tenórröddina var snoðklipptur. Tveimur mínútum fyrir mið- nætti var síðasta bænin lesin. Hjörtu allra viðstaddra komust við, er fanginn hóf máls: „Guð, ég hataði þessa fangaverð’i. Guð, nú elska ég þá. Ó, guð, nú elska ég alla menn“. Rödd hans bergmálaði í af- tökuklefanum, sem var skammt* frá, er hann bað fyrir þeim, er hann hefði misgert við, síðan fyrir móður sinni, að hún ekki mætti líða fyrir syndir hans. „Ó, guð'“, sagði hann að lokum, „ég dey ekki í rafmagnsstólnum — ég sezt aðeins í stólinn og sofna“. A miðnætti var hettan dregin yfir höfuð honum, dyrnar voru opnaðar og Ernest gekk síðustu skref sín. Verðirnir, er gengu sinn til hvorrar handar honum, voru áberandi taugaóstyrkir. Fanginn tók. eftir því. „Hvers vegna skjálfið þið, fé- lagar?“ spurði hann rólega. „Eg er ekki hræddur“. Vörðurinn, sem hann hafði beðið að fylgja sér, var þögidl og horfði beint fram undan sér. Áhorfendurnir, 75 að tölu, horfðu órólegir á, er fanginn sett- ist í stóra stólinn. Hann beið ró- legur meðan óstyrkar hendur spenntu hann niður. Tvær mín- útur liðu — sem voru eins og klukkustundir — meðan aftöku- maðurinn gekk frá elektróðun- um. Sérhver geðshræring Ern- ests var falin bak við hettuna. Klukkan þrjár mínútur yfir tólf laust fyrsta rafmagnshöggið fangann. Hann lyftist upp í sæt- inu. Við annað höggið’ lyftist hann hærra. Síðasta höggið var- aði lengur. Ofurlitlum reyk brá fyrir af brunnu holdi. Ernest Gaither hafði hlotið refsingu sína. En einhvern veginn er það svo, að Ernests er ekki sérstak- lega minnst sem morðingja, öllu fremur er hans minnst, sem mannsins, er ekki óttaðist dauð- ann. Gamall fangavörður lýsir af- tökunni litlu síðar: „Það hlýtur að hafa verið hugrekki — ég álít, að Ernest hafi ákveðið að verða hugrakkasti maður, er setzt hefði í stólinn“. Svo þagnaði liann andartak, vandræðalegur. „Nei“, viðurkenndi hann hæg- látlega. „Það var ekki heldur þannig. Það var meira en hug- rekki. Það var líkara því, sem Ernest sagði, að það myndi verða. ... Guð fylgdi honum í nótt“. ENDIB 12 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.