Heimilisritið - 01.12.1948, Blaðsíða 16

Heimilisritið - 01.12.1948, Blaðsíða 16
— hver er hún? Þekki hana yf- irleitt ekki". Einmitt í sama bili heyrði hann í Jelves þjóni sínum, sem var að deila við einhvern fyrir framan. Gordon langaði alls ekki til að verð'a fyrir truflunum. Hann kveikti sér í sígarettu með ákveðnum svip, gekk hröðum skrefum yfir gólfið og opnaði dyrnar. Hann sá Jelves í ákafri deilu við unga og fallega stúlku. Ást við fyrstu sýn var eitt af því, sem Gordon hafði gert gys að í ,Xithim slöngum". Nú fann hann að hefndin hafði hitt hann. Stúlkan var eins óg hún væri sköpuð eftir hans smekk. „En kæra ungfrú, Gordon Barnsbury tekur aldrei á móti gestum á morgnana". Hvorki hann né unga stúlkan tóku eftir Gordon. Hún skaut fram lítilli, en ein- beittnislegri höku. „Og ég end- urtek, að mér er alveg sama, hvað Gordon Barnsbury er van- ur að gera. Eg ætla að tala við hann, og einmitt núna". „Fyrirgefið1", sagði Gordon, „ég vissi ekki að hér væri gest- ur". Andlit Jelves tók á sig virð- ingarfyllstan og afsakandi svip. „Þessi stúlka .." byrjaði hann. „Það er allt í lagi, Jelves", sagði Gordon. Þegar Jelves hafðj dregið gig í hlé, sneri unga stúlkan sér að Gordon og sagði með greinilegri fyrirlitningu: „Þér eruð senni- lega Gordon Barnsbury?" „Rétt til getið", sagði hann glaðlega. „Þá þarf ég áreið'anlega ekki að útskýra, hvers vegna ég er komin. Nafn mitt er Sylvía James". Andartak var eins og allt sner- ist í hring fyrir augum hans. Eyrir fáeinum mínútum hafði honum fundizt hann nauðbeygð- ur til að kæra þessa ósvífnu manneskju. En fyrir framan þessa litlu stúlku gufaði reiði hans upp. „Sylvía James?" sagði hann spyrjandi. „Eruð þér kannske einn þess- ara stoltu rithöfunda, sem lesa ekki það sem blöðin skrifa um þá?" spurði hún háðslega. „Ja — nei — það er að segja — ég hef ekki fengið nein blöð í morgun. Þeir hafa víst gleymt mér". Hann reyndi að tala í glettnistóni, en það var eins og fíll væri að dansa í ballett. „Má ég þá leyfa mér að spyrja, hvað þér eruð með í hendinni?" Sönnunin var fullkomin. Hann skellti upp úr. „Hvernig dirfist þér að hlæja!" hrópaði hún. „Er ekki nóg, að þér hafið eyðilagt mannorð mitt? Og gert mig hlægilega á leikhús- inu?" Grá augu hennar voru 14 HEIMILISRITII)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.