Heimilisritið - 01.12.1948, Blaðsíða 18

Heimilisritið - 01.12.1948, Blaðsíða 18
virðilega frétt verði borin til baka, er það ekki hægt". „Þér virðist álíta, að hún muni valda yður mikilli óham- ingju", sagði Gordon biturt. „Ekki hvað leikhúsinu viðvík- ur. Eg býst við að hópur manna, sem ekki hafa tekið eftir mér hingað til, muni nú fá áhuga á mér". Hún talaði í vingjarnlegri tón en áður. „En hvað snertir þvaðrið um trúlofunina, þá er það ekki mjög þægilegt fyrir stúlku í minni stöðu". „Eg skil. Þér eruð auðVitað hrædd um að slík frétt muni fjarlægja aðdáendur yðar". Hann fann til skyndilegrar og bjánalegrar reiði. „Hvernig meinið þér?" „Eg meina, að það borgar sig auðvitað ekki fyrir yður, að gift- ingarmöguleikar yðar séu eyði- lagðir með tilkynningu um, að þér hafið trúlofazt vesölum rit- höfundi", sagði hann með nöpru háði. Hún andvarpaði. Svo hallaði hún lítið eitt undir flatt og leit út fyrir að hugsa sig um. „Nei, þar sem svo vill til að tilkynn- ingin er ekki sönn, þá ..." Með tilfinningu rithöfundar- ins fyrir velheppnuðu atriði, fann Gordon, að þetta gat að- eins haft einn fullkominn endi. „En ef ég bið' yður nú að gera þessa tilkynningu sannleikanum samkvæma", sagði hann, „og trúlofast mér". „Af einskærri umhyggju fyrir mínu góða mannorði? Nei, þakka yður kærlega fyrir". Rödd hennar var aftur full af fyrir- litningu. „Nei, ekki af umhyggju fyrir neinum. Einfaldlega af því að ég . . ." Nú voru þau í Fleet Street, og hann fékk góða hug- mynd. „Ég sendi sjálfur tilkynn- inguna til blaðsins. Hún átti að vera gildra. I leikhúsinu lituð þér aldrei í þá átt sem ég var. Til- kynningin var eina leið mín til þess að þér tækjuð eftir mér". Sylvía hafði haldið niðri í sér andanum, meðan hann talaði. Nú andvarpaði hún aðeins djúpt. JAFNVEL nokkrum mánuð- um eftir brúðkaupið gat Gordon ekki horft á indælu stúlkuna sína, án þess að undrast að hún skyldi nokkurn tíma hafa viljað giftast honum. „Sylvía, þú ert allra bezta, litla konan í öllum heiminum", sagði hann eitt kvöld upp úr eins manns hljóði, þegar hann sat fyrir framan ar- ininn og lét fara vel um sig eftir kvöldverðinn. Hann tók utan um hana. „Ég hef oft hugsað um, hvernig í ó- sköpunum ég gat talið þig á að giftast mér þennan morgun. Þú hafðir ekkert gert annað en 16 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.