Heimilisritið - 01.12.1948, Side 18

Heimilisritið - 01.12.1948, Side 18
virðilega frétt verði borin til baka, er það ekki hægt“. „Þér virðist álíta, að hún muni valda yður mikilli óham- ingju“, sagði Gordon biturt. „Ekki hvað leikhúsinu viðvík- ur. Eg býst við að hópur manna, sem ekki hafa tekið eftir mér hingað til, muni nú fá áhuga á mér“. Hún talaði í vingjarnlegri tón en áður. „En hvað snertir þvaðrið um trúlofunina, þá er það ekki mjög þægilegt fyrir stúlku í minni stöðu“. „Ég skil. Þér eruð auðVitað hrædd um að slík frétt muni fjarlægja aðdáendur yðar“. Hann fann til skyndilegrar og bjánalegrar reiði. „Hvernig meinið þér?“ „Ég meina, að það borgar sig auðvitað ekki fyrir yður, að gift- ingarmöguleikar yðar séu eyði- lagðir með tilkynningu um, að þér hafið trúlofazt vesölum rit- höfundi“, sagði hann með nöpru háði. Hún andvarpaði. Svo hallaði hún lítið eitt undir flatt og leit út fyrir að hugsa sig um. „Nei, þar sem svo vill til að tilkynn- ingin er ekki sönn, þá .. .“ Með tilfinningu rithöfundar- ins fyrir velheppnuðu atriði, fann Gordon, að þetta gat að- eins haft einn fullkominn endi. „En ef ég bið' yður nú að gera þessa tilkynningu sannleikanum samkvæma", sagði hann, „og trúlofast mér“. „Af einskærri umhyggju fyrir mínu góða niannorði? Nei, þakka yður kærlega fvrir“. Rödd hennar var aftur full af fyrir- litningu. „Nei, ekki af umhyggju fyrir neinum. Einfaldlega af því að ég . . .“ Nú voru þau í Fleet Street, og hann fékk góða hug- mynd. „Ég sendi sjálfur tilkvnn- inguna til blaðsins. Hún átti að vera gildra. I leikhúsinu lituð þér aldrei í þá átt sem ég var. Til- kynningin var eina leið mín til þess að þér tækjuð eftir mér“. Sylvía hafði haldið nið'ri í sér andanum, meðan hann talaði. Nú andvarpaði hún aðeins djúpt. JAFNAT5L nokkrum mánuð- um eftir brúðkaupið gat Gordon ekki horft á indælu stúlkuna sína, án þess að undrast að hún skyldi nokkurn tíma hafa viljað giftast honum. „Sylvía, þú ert allra bezta, litla konan í öllum heiminum“, sagði hann eitt kvöld upp úr eins manns hljóði, þegar liann sat fyrir framan ar- ininn og lét fara vel um sig eftir kvöldverðinn. Hann tók utan um hana. ,JEg hef oft hugsað um, hvernig í ó- sköpunum ég gat talið þig á að giftast mér þennan morgun. Þú hafðir ekkert gert annað en 16 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.