Heimilisritið - 01.12.1948, Page 19

Heimilisritið - 01.12.1948, Page 19
móðga mig, og svo gafstu upp“. ,JÉg meinti ekki allt, sem ég sagði þann dag“, svaraði hún brosandi. „I rauninni hafði ég lengi verið skotin í þér“. „En þú sagðir, að þú hefðir alls ekki tekið eftir mér áðúr?“ „Já, það var ekki alveg rétt. Strax á fyrstu æfingunni, sem þú varst viðstaddur, ákvað ég að giftast þér“. ,J>ú — hvað þá?“ Svipur Gordons gaf til kynna algjöra undrun. Sylvía kinkaði kolli. „Ég sá hvað allar stúlkurnar voru skotnar í þér, og ég skildi, að eina von mín væri að nota allt aðra aðferð. Það voru síðústu forvöð, þegar áætlunin heppn- aðist. Annars hefði litla brögð- ótta Rosie Cyr hremmt þig. Þú varst nærri búinn að trúlofast henni. „Nei, hvaða vitleysa er nú í þér?“ „Ég man, að ég sat í búnings- klefanum mínum“, sagði Sylvía. „Ég var að lesa í blaði, þegar Rosie sagði allt í einu: „Þegar ég verð gift Gordon Bamsbury, Bamahjal. skal ég fá hann til að skrifa hlut- verk alveg sérstaklega fyrir mig“. Rosie er stúlka, sem veit hvað hún vill, og eftir því sem hún sagði vann hún töluvert á upp á síðkastið. Hún sagðist bú- ast við að trúlofast þér eftir eina eða tvær vikur. Þá var það ein- hverju sinni að ég var að fletta blaði og rakst á síðústu skop- teikninguna þína. Þú skrifaðir alltaf nafnið þitt við þær, var það ekki?“ „Hvað kemur það málinu við?“ Sylvía skrifaði eitthvað á pappírsblað og rétti honum: „Sjáðu þetta“, sagði hún. „Drottinn minn dýri“, hróp- aði hann og- stökk á fætur. „Brögðótti, litli kjáninn þinn! Þú skrifaðir þá sjálf tilkynninguna til blaðsins með minni undir- skrift. Svo konan mín er skjala- falsari, sem ekki hefur enn feng- ið refsingu“. „Ekki refsingu! Það er nú helzt. Ég sem er dæmd í ævi- langt fangelsi!“ ENDIK „Það hljóta að vera gestír niðri“. „Af hverju?" „Af því ég heyrði mömmu hlæja að einni skrítíunni hans pabba“ HEIMILISRITIÐ 17

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.