Heimilisritið - 01.12.1948, Blaðsíða 20

Heimilisritið - 01.12.1948, Blaðsíða 20
OÞJOÐLEG EIGINKONA Sp.: Ég hef veitt því athygli, Eva mín, að þú ert hreint ekki svo gaiin. Þess vegna langar mig til að heyra álit þitt á eftirfarandi: Konan mín er sífellt að biðja mig um að reyna að útvega sér dollara, sem hún segir að ég geti keypt á tuttugu til tutt- ugu og fimm krónur, ef ég vilji leggja mig fram við að útvega þá. Hún ætlar að láta kaupa fyrir sig nylonsokka, amerísk tímarit o. s. frv. í Bandaríkjunum. Nú vildi ég spyrja þig, hvað þér finn- ist um þetta. Mér er sagt, að hœgt sé að fá dollara fyrir þetta verð, bæði á Kefla- víkurflugvelh og víðar. En hvað? Einar. Sv.: Það er til máltæki, sem hljóðar á þá leið, að hver sé sjálfum sér næstur. Þennan hugsunarhátt höfum við helgað okkur helzt til um of, að mínu áliti. Þess vegna er komið sem komið er í gjaldeyrismálum þjóðarinnar í bili — þótt síldarleysi sé einkum um kennt. Hvernig væri" nú að fara að dæmi ýmsra ná- grannaþjóðanna okkar, eins og t. d. Eng- lendinga og Norðmanna, og fórna ein- hverju af eigin hvötum, til þess að við getum rétt okkur úr þeim kút, sem við erum víst komin í — að því er virðist af fyrirhyggjuleysi fyrst og fremst. Ég er hvorki fjármála- né stjórnmálamanneskja, en mér finnst að við ættum að líta á þjóðarhag engu síður en einstaklingshag — þótt maður eigi sjálfur í hlut. — Því vildi ég mega ráðleggja konu þinni að draga úr kaupum á erlendum peningum og erlendum vörum, eins og hún getur, þá koma þær vörur, sem hún girnist, fyrr eða siðar. HÚN SÉR EFTIR UPPSÖGNINNI Sp.: Kæra Eva. Eg vona að þú greiðir fram úr vandamáli, sem er afar veigamik- ið fyrir mig. Fyrir nokkru umgekkst ég um tíma ungan mann, sem ég er ákaflega ástfangin af. Við urðum ósátt út af því, að ég sá hann í fylgd með annarri stúlku. Ég var of stórlynd til þess að leita sátta, og lét hann heyra á mér, að öllu væri lokið okkar á milli. Nú hef ég misst hann — því miður. En hvernig á ég að kippa öllu í lag aftur? Finnst þér ekki minnkun í því fyrir mig að hringja til hans og afsaka þetta? L. L. Sv.: Ef til vill er það orðið um seinan. En hvers vegna ekki að hringja og heyra í honum hljóðið? Það er engin ástæða fyrir ykkur að vera óvinir, hvað sem öðru líður. Hver veit nema hann verði fegin að heyra í þér, og að þið getið hitzt og talað saman í næði um gagnkvæmar til- finningar. Það er oftast heppilegra heldur en að gera slíkt í síma. — En þú skalt varast að ganga mjög á eftir honum eða láta hann verða þess varan að þú elskar hann af öllu hjarta. Ef þú ert ástfang- in af karlmanni skaltu um fram allt ekki láta það of áberandi í ljós við hann, því að þá er hætta á að hann missi áhuga á þér. Þetta er regla, sem stúlkur ættu ávallt að hafa í huga. Eva Adamb 18 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.