Heimilisritið - 01.12.1948, Side 20

Heimilisritið - 01.12.1948, Side 20
ÓÞJÓÐLEG EIGINKONA Sp.: Ég lief veitt því atliygli, Eva mín, að ])ú ert hreint ekki svo galin. Þess vegna langar mig til að heyra álit þitt á eftirfarandi: Konan mín er sífellt að biðja mig um að reyna að útvega sér dollara, sem hún segir að ég geti keypt á tuttugu til tutt- ugu og fimm krónur, ef ég viljí leggja mig fram við að útvega þá. Hún ætlar að láta kaupa fyrir sig nylonsokka, amerísk tímarit o. s. frv. í Bandaríkjunum. Nú vildi ég spyrja þig, hvað þér finn- ist um þetta. Mér er sagt, að hægt sé að fá dollara fyrir þetta verð, bæði á Kefla- víkurflugvelli og víðar. En hvað? Einar. Sv.: Það er til máltæki, sem hljóðar á þá leið, að hver sé sjálfum sér næstur. Þennan hugsunarhátt höfum við lielgað okkur hélzt til um of, að mínu áliti. Þess vegna er komið sem komið er f gjaldeyrismálum þjóðarinnar í bili — þótt síldarleysi sé einkum uin kennt. Ilvernig væri nú að fara að dæmi ýmsra ná- grannaþjóðanna okkar, eins og t. d. Eng- lendinga og Norðmanna, og fórna ein- hverju af eigin hvötum, til þess að við getum rétt okkur úr þeim kút, sem við erum víst komin í — að því er virðist af fyrirhyggjuleysi fyrst og fremst. Ég er hvorki fjármála- né stjórnmálamanneskja, cn mér finnst að við ættum að líta á þjóðarhag engu síður en einstaklingshag — þótt maður eigi sjálfur í hlut. — Þvf vildi ég mega ráðleggja kouu þinni að draga úr kaupum á erlendum peningum og erlendum vörum, eins og hún getur, þá koma þær vörur, sem hún giruist, fyrr eða síðar. HÚN SÉR EFTIR UPPSÖGNINNI Sp.: Kæra Eva. Ég vona að þú greiðir fram úr vandamáli, sem er afar veigamik- ið fyrir mig. Fyrir nokkru umgekkst ég um tíma ungan mann, sem ég er ákaflega ástfangin af. Við urðum ósátt út af því, að ég sá hann í fylgd með annarri stúlku. Ég var of stórlynd til þess að leita sátta, og lét hann heyra á mér, að öllu væri lokið okkar á milli. Nú hef ég misst hann — því miður. En hvernig á ég að kippa öllu í lag aftur? Finnst þér ekki minnkun í því fyrir mig að hringja til hans og afsaka þetta? L. L. Sv.: Ef til vill er það orðið um seinan. En hvers vegna ekki að hringja og heyra í honum hljóðið? Það er engin ástæða fyrir ykkur að vera óvinir, hvað sem öðru liður. Ilver veit nema hann verði fegin að heyra í þér, og að þið getið hitzt og talað saman í næði um gagnkvæmar til- finningar. Það er oftast heppilegra heldur en að gera slikt í síma. — En þú skalt varast að ganga mjög á eftir honum eða láta hann verða þess varan að þú elskar liann af öllu hjarta. Ef þú ert ástfang- in af karlmanni skaltu um fram allt ekki láta það of áberandi í Ijós við hann, þvi að þá er hætta á að hann missi áhuga á þér. Þetta er regla, sem stúlkur ættu ávallt að hafa í huga. Eva Adams 18 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.