Heimilisritið - 01.12.1948, Page 22

Heimilisritið - 01.12.1948, Page 22
Eiginmanni Lauru verður ljóst, að hún hefur flúið frá honum og reynir á allan hátt að hefta för þeirra. Eiginkona Alecs gerir einnig árangurslausar tilraunir til að ná sambandi við þau. Ótal erfiðleikar verða í vegi ... unz Laura að lokum snýr heim sem hinn iðrandi syndari. Frakkland? Þegar þeim Lauru og Alec lækni skilst, að síðasta stefnu- mót þeirra er í raun og veru end- irinn á kynnum þeirra, taka þau hótelherbergi á leigu, til þess að eiga ekkert óreynt. Á eftir kvelst Laura svo mjög af samvizkubiti að hún hendir sér í sjóinn. Henni er bjargað, en upp úr þessu fær hún lungnabólgu og er ekki hug- að líf. Læknirinn, ástvinur henn- ar, vill reyna að bjarga lífi henn- ar, en eiginmaðurinn rekur hann ævareiður burt frá sjúkrabeðin- um. Þar sem Alec fær eklci að hjálpa ástvinu sinni finnst hon- um lífið ekki lengur neins virði. Sjálfsmorð hans misheppnast ekki. Þýzkaland? Þegar Laura kemur heim, eftir fyrsta stefnumót hennar og Alec, er sonur hennar þar stórslasað- ur (ekki aðeins lítið eitt særður, eins og í ensku útgáfunni). 20 Drengurinn deyr í örmum móð- ur sinnar, en hún bannsyngur hina syndugu ást sína til Alecs. Hún krýpur við líkbörur bams- ins og lofar að verða betri mann- eskja. Rússland? Ástin til Lauru grípur Alec slíkum tökum, að hann vanræk- ir störf sín í þágu samfélagsins. Framferði hans vekur eftirtekt. Hann verður að svara til sakar fyrir dómnefnd, sem skipuð er læknum, mönnum úr miðstjórn kommúnistaflokksins og fulltrú- um frá starfsmönnum bæjar- sjúkrahússins. Hann neitar að verja sig og kveður ásakanirnar sannar. Hann grátbænir dómar- ana um að sýna sér enga mis- kunn. Fyrir afbrot hans sé hin þyngsta refsing ekki nógu þung. Þeir stinga upp á að' hann flytji til annarrar borgar. „Nei“ segir hann. „Ég vil fara til efri Balut- sjistan og starfa meðal íbúanna þar í hinu hræðilega loftslagi. Á þann hátt get ég algerlega af- máð úr huga mér myndina af bjartri konu, sem fekk mig til að gleyma skyldum mínum við mannfélagið“. Ánægður og hreykinn lítur hann upp til myndarinnar af Stalín og yfirgefur réttarsalinn. ENDIB HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.