Heimilisritið - 01.12.1948, Blaðsíða 30

Heimilisritið - 01.12.1948, Blaðsíða 30
anlegur sælustaður, að nóg væri þar af mat. „Klára vín, feiti og mergur með, er þar til rétta veitt“, stóð í einum af sálmum þeim er oftast voru um liönd hafðir. En Gísli bóndi nægðist ekki með að láta sig dreyma um her- legheit himnaríkis. Hann vildi njóta einhvers þegar í þessu lífi, og það var ahnennt mál manna að honum hefði tekizt það. Og að vísu var hvorki honum né öðrum láandi þótt þeir gerðu allt til þess að losna við hungur og harðrétti. Og úr því að mað- ur var ekki fæddur með þá eig- inleika, sem gera menn að höfð- ingjum, var ekki annað' að gera en að vera eins afskiptalaus og unnt var, gera sig lítinn og þýð- ingarlausan í augum annarra, svo að maður fengi að vera í friði með þessa ögn sem manni hafði tekizt að öngla saman af þessa heims gæðum. Það var sannast að segja að Gísli var farinn að’ tilbiðja mat- búr sitt. Hann var alltaf ham- ingjusamur þegar hann var þar inni o g skyggndist þá öðru hverju í kistur sínar. . .. Mikill matur og makræði fylgist oftast að, og eins var um Gísla. Hann var að mestu hættur að annast störfin á heimilinu. Þau voru ekki nema tvö í kotinu, og Gísli sá, að kona hans gat annast hin 28 nauðsynlegustu störf. Því skyldi hann þá vera að leggja á sig ó- þarfa erfiði? Nágranni hans, sem hafði stórt heimili og marga vinnumenn, ávítaði hann oft fyr- ir þetta, en Gísli tók því ofur rólega og benti honum á að hann hefði komizt af hingað til, þótt hann væri ekki að slíta sér út á tilgangslausu erfiði. Við það sat. Gísli fór aldrei af bæ sínum og forðaðist að hitta menn að máli. Menn undruðust að kona hans skyldi geta unað við þetta á- stand, en hún lét engan bilbug á sér finna. Meðan Gísli lá í rúmi sínu eða sat í útibúrinu annaðist hún utanhússstörfin af hinum mesta dugnaði, og Gísli mátti eiga það, að hann hafði jafnan góðan og mikinn mat handa henni þegar hún kom heim frá fjárhirðingunni. Haust nokkurt bárust Gísla boð frá nágranna sínum um að hann ætti kindur hjá honum, sem hann yrði að sækja sem fyrst. „Já, þú verður víst að skreppa eftir skjátunum, Gróa“, sagði hann. „Eg þarf að laga svolítið til úti í skemmunni, svo að ég get það ekki sjálfur, en ég hugsa að þú ráðir við skjáturnar ein“. Og auðvitað var Gróa honum sammála. Henni kom ekki einu sinni til hugar að þetta væri ó- sanngirni. Og hún kallaði á HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.