Heimilisritið - 01.12.1948, Blaðsíða 32

Heimilisritið - 01.12.1948, Blaðsíða 32
Gísli leit á nágranna sinn. Svipur hans var einkennilegur, það var engu líkara en að hann væri að velta fyrir sér einhverju ákaflega þýðingarmiklu máli. Hann sagði: „Eg geri ráð fyrir að þú hafir ekkert á móti því að bæta mér konumissinn að einhverju“. Nágranninn svaraði ekki strax. Þetta kom flatt upp á hann. Hann hafði ímyndað sér að Gísli gæti ekki um annað hugsað en þá sorg, sem svona allt í einu hafði dunið yfir hann. „Auðvitað get ég ekki haft á móti því“, svaraði nágranninn. „Nautið var í minni eign. En úr því þú vaktir máls á þessu vfir líki Konu þinnar, get ég ekki lát- ið vera að segja, að þér hefði verið fjandans nær að fara sjálf- ur eftir rollum þínum í stað þess að senda Gróu aumingjann! Þannig séð áttu einn sök á því hvernig komið er“. „Hver veit nema einhver önn- ur slysni hefði þá komið fyrir“, sagði Gísli hæglátlega, „og þú munt ekki geta neitað því að nautið áttir þú“. „Alveg rétt! En þetta var venjulegt slys, sem enginn getur gert að, og þér mun veitast erfitt að koma fram ábyrgð á liendur mér fyrir það þar sem aðalsökin er þín, vegna amlóðaháttar þíns og hyskni, en samt sem áður ætla ég að greiða þér einhverjar bætur þó að þú eigir það ekki skilið“. Gísli stóð þögull stundarkorn. Svo mælti hann: „Já, hvað eigum við að segja?“ Hann hikaði og hóstaði. Ágirnd- in vaknaði í brjósti hans; líkið, sem lá á hlaðinu fyrir fótum hans, var gleymt, allt var gleymt neina vonin um að auðgast. Hann þorði ekki að stinga upp á neinu, því að hann óttaðíst að bóndanum myndi þykja það of mikið og fara burt í reiði. „Hvað segirðu um . ..“ stamaði hann. Nágranninn skildi undir eins við livað Gísli átti. Hann varp- aði léttilega öndinni, eins og hann hefði losnað við eitthvert farg. Hann þorði ekki að' eiga á hættu að Gísil færi með málið til sýslumannsins, því að það var engan veginn víst að yfir- valdið vildi viðurkenna að naut- ið hefði verið forsvaranlega bundið. Það' var því vissast að gera upp við Gísla í kyrrþey. „Nautið hefur fyrirgert lífi sínu“, sagði hann. „Hvað segirðu um að ég láti þig hafa það í skaðabætur?“ Gísli klóraði sér á bak við eyr- að. „Við skulum fyrst líta á bola“, sagði hann. Þeir urðú samferða til ná- grannans. Nautið var tjóðrað 30 HEIMILISR.ITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.