Heimilisritið - 01.12.1948, Side 33

Heimilisritið - 01.12.1948, Side 33
undir fjósveggnum. Boli spark- aði og reif í festina eins og hon- um væri það áríðandi að losna og gera útaf við fleiri. Gísli skoðaði bola nákvæm- lega og þreifaði á honum um leið og hann sagði eitthvað' við sjálf- an sig, sem hinir skildu ekki. „Bolaskrattinn er í ágætu standi“, sagði hann að lokinni athugun. „Ég tek tilboði þínu“. Nágranninn sendi vinnumenn sína með nautið heim til Gísla og þeir hjálpuðu honum til að slátra því. Að því loknu fékk Gísli tíma til að sinna konu sinni. Hann lagði hana á börur í baðstofukytrunni og fór að svipast um eftir fjölum í kistu. IMikið starf beið hans. Fyrst og fremst varð hann að gera að bolanum, reykja kjötið og koma því fvrir í skemmunni, og þegar því var lokið væri víst bezt að tala við prestinn um jarðarför- ina. Hann var ánægður með sjálf- an sig. Að vísu hafði það verið sárt að missa Gróu, og það á þessum tíma árs, þegar mikið var að gera við fjárhirðingu, já, og svo fór ekki hjá því að ýms- ar sárar minningar komu upp í huga hans. . . . En gott var það að hann hafði komizt að samn- ingum við nágrannanna. Slík naut iem þetta eru ekki á hverju strái. ... Sagan um Gísla og skipti hans við nágranna sinn flaug út um sveitina og menn voru ekki lengi að gefa Gísla viðurnefni að góð- um og gömlum íslenzkum sið. Hann var héðan í frá alltaf kall- aður Gísli boli. Hann hafði sýnt ráðdeild mikla í þessu máli, og það var engum öðrum líkt að hefna kon- unnar á þennan hátt. Hann liafði blátt áfram étið þann sem varð henni að bana. MÖRGUM árum seinna fannst Gísli liggjandi dauður á kistu í skemmu sinni. Hann hafði verið að fá sér magálsbita þegar hann dó og líkið hélt á bitanum í krepptri hendinni. Það tókst ekki að losa bitann, svo að menn urðu ásáttir um að lofa honum að hafa hann með sér í gröfina. Gísli átti enga erfingja. Eigur hans gengu til yfirvaldanna, sem ráðstöfuðu þeim til fátækra, þegar búið var að draga allan áfallinn kostnað frá, sem þótti furðu mikill. Hinir undarlegustu hlutir komu í Ijós þegar útibúr hans var opnað. Menn þóttust kenna kjötið af nautinu, sem varð orsök til þess að Gísli varð svo frægur að vera nefndur á- samt stórmennum í annálum. BNDIR HEIMILISRITIÐ 31

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.