Heimilisritið - 01.12.1948, Page 34

Heimilisritið - 01.12.1948, Page 34
UM leið' og hún gekk inn í bið- stofuna hættu þær allar að tala og virtu hana fyrir sér. Hún var há, glæsileg kona — kannske ekki beinlínis ung lengur, en ákaflega aðlaðándi. Fatnaður hennar var sniðinn eftir nýjustu tízku og hatturinn átti vel við fallegt andlit hennar. Hún tók blað af borðinu og settist við gluggann, og eftir andartak hófst samtalið' aftur í kringum hana. Hún hvarflaði augunum yfir hópinn og horfði róleg á þennan söfnuð af velbúnum kon- um, sem sífellt voru með púður, varalit og spegil á lofti, meðan þær röbbuðu saman. Hjá tízkulækni borgarinnar! hugsaði hún háðslega. Hjá þess- um dr. med. Paul Sannow, lag- legum manni í miklu uppáhaldi, sem eyddi tímanum við útskorn- ar rekkjur kvenna, lcvenna er voru í rauninni „veikar“ af of- miklu samkvæmislífi og of lít- illi andlegri fæðu. Og hér sat hún! Oft hafði hún gengið framhjá „læknahúsinu", þar sem hann hafði lækninga- stöfu, en við' að sjá þessa mörgu einkabíla fyrir framan, hafði hún alltaf misst kjarkinn og haldið áfram. Fyrst í dag hafði hún hert upp hugann. Hún varð að tala við hann, og nú, þegar hún sat í biðstofunni, varð ekki aftur snúið. VIÐTALSTÍMI kl. 2-3 alli H*nn var frægur og eftirsóttur. Hann á’ti fagra og indæla konu, sem hafði í mörg ár sættjsig við að hann hefði mök við aðrar konur — en einn góðan veðurdag tók hún ákvörðun — Smásaga eftir KAREN BRASEN „Mér þylcir mjög leitt áð gera ónæði“, sagði hún hikandi. Hún jann aUt í einu, að hún var ekki svo styrlc og örugg Sem skyldi. Það var komið að henni. „Hefur frúin verið hér áður?“ spurð'i hjúkrunarkonan. „Nei“, svaraði hún sannleik- anum samkvæmt, og áður en frekar var spurt, smeygði hún sér framhjó hjúkrunarkonunni inn í viðtalsstofuna. Stofan var stór og sólrík, veggirnir þaktir bókahillum, og við gluggann stóð slcrifborð með glerplötu og þremur símum. Hér sat Paul Sannow læknir. Þegar hann sá hana, stóð liann upp með furðusvip, en hún virtist ekki sjá andlit hans og settist róleg í fasi á móti honum. „Mér þykir mjög leitt að gera ónæði“, hóf hún hikandi máls. Hún fann allt í einu, að hún var ekki svo styrk og örugg sem skyldi. „Allt í lagi“, svarað'i hann nærri formlega og hún hélt á- fram: „En þetta er eina tæki- færið, sem ég hef til að létta þungum áhyggjum af hjarta mínu“. Kannske bjóst hún við svari; en læknirinn sat þögull og horfði á hana. Hann sá fallegt, fölt andlit hennar og einblíndi á hendurnar, sem hún hafði lagt á borðplötuna. Auk giftingar- hringsins hafði hún aðeins grannan platínuhring með safír- um, og þessir skartgripir hæfðu vel hinum fíngerðu, velhirtu fingrum með rósrauðu neglurn- ar. Björt húð hennar hafði sýni- lega þolað vel sterkt sólskinið, mjúkt, skínandi hárið um- kringdi íbognar línur andlitsins, en það var ekki laust við bitra drætti kringum munninn, sem honum geðjaðist elcki að. Nú hélt hún áfram að tala, og veik- ur hljómur raddarinnar barst 32. HEIMILISRITEÐ HEIMILISRITIÐ 33

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.