Heimilisritið - 01.12.1948, Side 36

Heimilisritið - 01.12.1948, Side 36
honum gegnum þögnina í her- berginu: „Eg er gift — frægum manni“, sagði hún, „manni, sem er önnum kafinn og sem ég — með árunum — hef aðeins sjald- an tækifæri til að tala við' í næði. Eg vona að ég tefji ekki lækninn eða þreyti hann, ef — „Alls ekki“, skaut hann inn, „til þess sit ég nú hér“. „Þakka“, svaraði hún og hneygði höfuðið lítið eitt. Svo hélt hún áfram: „Það versta er, að hann er mér ekki alveg trúr —“. Læknirinn komst við, en hún leit vingjarnlega á hann: „Það undrast það varla nokkur“. — Andlit hennar varð skyndi- lega svipbrigðalaust, og hún leit á hendur sínar, sem léku við rauðbrúna hanzkana. „En mér tekur það ósegjanlega sárt, í hvert sinn, sem hann svíkur mig. Og það merkilega er, að hann sér sjálfur alltaf, þegar það er búið, að ungu stúlkurnar hugsa aðeins um frægð hans — þeim þykir gaman að láta sjá sig með honum. En ef þær upp- götva, hvílíkum vandkvæðum það' muni bundið, að vera kon- an hans og húsfreyja í húsi hans, þá er aðdáunin þrotin; þær þola ekki að sjá hann við dagsbirtu, og hann snýr aftur vonsvikinn til mín. „Karlmenn — og einkum frægir karlmenn—“ hún brosti fínlegu háðsbrosi, „eru óhemju- lega hégómlegir, eins og allir vita“. Þetta bros var óþægilegt fyrir hann. „Karlmenn vilja helzt að fagrar konur séu al- gjörlega hamingjusamar. Þær ó- giftu hafa rétt á háðinu — og þær ljótu“. Áður en hann gat sagt nokkuð, hélt hún áfram: „Ég hef alltaf fyrirgefið honum, af því mér þótti vænt um hann og — af því þær stundir, sem við eigum saman, vega upp á móti öllu öðru — og ég hef alltaf vonað, að nú yrði það í síð'asta skipti, en upp á síðkastið er það orðið öðruvísi-----. „Nú orðið hugsa ég alltaf: Hve lengi og hver næst? Já, kannske hefði ég átt að fara til lögfræðings — en nú er ég hérna, þó ég hafi átt erfitt með að koma. Meiningin er, að ég vil rjúfa þessa skopmynd af hjóna- bandi“. „Rjúfa —“? „Já, ég er uppgefin á þessu. Ég krefst að hann kvænist að lokum þeirri, sem hann væntan- lega dýrkar í það skiptið, upp- götvi hvað þreytandi og sjálfs- elsk ung kona getur oft verið, og læri að taka afleiðingunum, án þess að geta snúið burt, þegar honum leiðist það'. Hann á að skilja, að allt lífið bíður ekki kona eftir honum, til að' taka á 34 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.