Heimilisritið - 01.12.1948, Side 37

Heimilisritið - 01.12.1948, Side 37
móti honum, þegar hégóma- girnd hans hefur hlotið dálítið áfall! Afbrýðisemi, rifrildi og óróleiki mun halda innreið sína í líf hans, trufla vinnufrið hans, og vonsvikin kona mun krefjast hans alveg — sem er mjög eðli- legt — hann verður og skal læra i eitt skipti fyrir öll, hvað það þýðir að deila lífinu með konu, sem ekki hefur til að bera um- burðarlyndi aldursins og hefur ekki lært að eldast með honum. -----Er — er ég — vond?“ „— Vond —? Nei-nei“, sagði hann hikandi. „Það getur verið, að ég vilji fá íbúð, en annars vil ég endi- lega fara burt“. „— Fara burt —?“ „Já, ég vil búa í París og ganga um Signubakka, án þess að hugsa um, fyrir hverri hann kunni nú að gera sig að fífli — og ég vil vera í London án þess að eiga á hættu að vera kölluð’ heim, vegna þess að vonsvikinn hetja þarfnast huggunar. En það krefst góðra tauga, og ég hef grátið svo mikið — upp á síðkastið —“. Læknirinn horfði niður á gljá- andi, kalt glerið á borðplötunni. Hún hafði grátið' — fögur kona mátti aldrei gráta og allra sizt hún, sem var svo eftirsóknar- verð, allra sízt. „Er það nauðsyn — ég meina, kannske væri hugsanleg ein til- raun enn?“ „Nei“, sagði hún kuldalega. „Eg á líka líf, sem ég vil njóta — áður en það er of seint. Ég vil skapa mér líf, þar sem ég get treyst þeim vinum, sem ég vel mér“. HANN HAFÐI staðið upp; þau stóðu andspænis hvoru öðru, svipuð á hæð. „Fyrirgefðu að' ég kom“, hvíslaði hún hljótt, „en þetta var eina leiðin til að geta talað um þetta — í næði —“. „Og — þú villt ekki reyna — einu sinni enn?“ spurði hann vandræðalega. „Nei, Paul“, svaraði hún lágt. Hann endurtók spurninguna í hjarta sínu, en hún heyrði það ekki. Arum saman hafði hann haldið henni utan lífs síns, og hún hafði vanið' sig af að hlusta eftir ósögðum orðum. Skjálfandi höndum skrúfaði hann hettuna af sjálfblekungnum sínum og skrifaði eitthvað í lyfseðlablokk- ina. Svo braut hann blaðið sam- an og rétti henni það. Hún hneigði sig kurteislega um leið og hún tók við því, síðan gekk hún fram hjá honum út um gler- dyrnar. Veik ilmvatnslykt barst að vitum hans, og hann var einn eftir. Inni í biðstofunni sátu ennþá HEIMILISRITIÐ 35

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.