Heimilisritið - 01.12.1948, Síða 40

Heimilisritið - 01.12.1948, Síða 40
ráðskonuna ýtarlega spjörunum úr og kom þá fleira grunsamlegt upp úr kafinu. Heimilislæknir- inn hafði t. d. viljað fá hjúkrun- arkonu handa bankamanninum, en ráðskonan hafði talið óþarft. Hafði hún talið veikindi Malm- fords ekki meiri en svo, að hún gæti stundað hann. Þá hafði hún einnig andmælt þeirri uppástungu læknisins, að hún fengi hjálp við eldhúsverk- in. — Hún hafði á allan hátt komið í veg fyrir það, að nokkur annar en hún annaðist lieimilið og sjúklinginn. Ráðskonan var handtekin samkvæmt þeim grun er á henni hvíldi. Þegar lögreglumennirnir yfir- gáfu húsið, sáu þeir hund dána mannsins liggjandi í húsagarðin- um. Hann hét Hektor. Er þeir komu nær, sáu þeir að hann var dauður. Lögreglumennirnir rannsök- uðu svo garðinn. Fundu þeir þá öskjuna, sem töflurnar höfðu verið í. En askjan var tóm og opin. Hafði hundurinn étið pill- urnar? Við rannsókn vitnaðist, að Hektor hafði einnig dáið af ars- enikeitrun, og nú var lögreglan ekki lengur sannfærð' um, að ráðskonan hefði myrt húsbónda sinn. Við nánari rannsókn og at- liugun komust þeir að þeirri.nið- urstöðu, að hundurinn hefði ver- ið valdur að þessu. — Hann hafði fyrri hluta dagsins komið inn í herbergi liúsbóndans, tekið öskjuna með töflunum, sem lá á lágu borði, farið með þær í kjaftinum fram í eldhúsið og út um opinn glugga. I eldhús- inu hafði askjan opnast og sum- ar töflurnar dottið ofan í súpu, sem húsbóndanum var síðar gefin. Ráðskonan var ekki í eld- húsinu er hundurinn fór út. Að þetta væri rétt til getið sannaðist, er lögreglan fann ars- eniktöflur hingað og þangað í garðinum, á þeirri leið, sem hundurinn hafði farið. Það má segja, að tilviljun ein hafi að þessu sinni bjargað sak- lausri persónu frá því að fá refs- ingu fyrir glæp, er hún hafði ekki drýgt. Hefði hundurinn ekki étið af pillunum, myndi húsagarðurinn ekki hafa verið rannsakaður, og sannleikurinn ekki komið í ljós. ANNAÐ DÆMI um það, að' tilviljun frelsar grunaða persónu frá sakfellingu, skal hér sagt. Kona nokkur, sem var gift al- kunnum arkitekt, Henry Lits- hover, fannst dáin í dagstofunni að morgni dags. A höfði hennar var stór á- verki, sem auðsjáanlega hafði 38 HEEMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.