Heimilisritið - 01.12.1948, Blaðsíða 43

Heimilisritið - 01.12.1948, Blaðsíða 43
nokkum tíma. Áður en því var lokið kom drengur einn á lög- reglustöðina og sagði, að dúf- urnar flýgju burt dag hvern í stórum hópum oftast í sömu átt. Svo var settur vörður til þess að athuga ferðir dúfnanna og háttalag. Þær flugu inn í húsagarð í út- jað'ri bæjarins. Þegar lögreglan ransakaði stað þennan, fann hún leynilega víngerðarstöð. Dúf- urnar höfðu etið eitruð úrgangs- efni frá þessari brennivínsgerð. Staðurinn var nefndur morð- gatan upp frá því. Dúfumar komu upp um hina óleyfilegu vínframleiðslu. En þær létu margar lífið í sambandi við það. ENDIR Úr gömlwn skjölum Markús Jónsson hét borgfizkur maður, heimsapekingur og hestatemjari. Hann hafði m. a. áhuga á að gera fiskveiðar auðveldari, t. d. með því að veita höfunum út af hnettinum! Þá væri hægt að tína fiskinn upp af hafs- botni, en þyrfti ekki að dorga með færi eða öðrum slíkum veiðarfærum. Markús var einnig mjög kvenelskur, en vildi hinsvegar ekki njóta samlífs við neinn kvenmann. Sagði hann að slíkt væri í senn dónalegt og ókarlmannlegt. Skottulækningar Við hrossasótt átti að loka hrossið inni í lambhúsi, helzt gömlu, og láta það aðeins fá njólablöð og hundasúrur á stallinn. Yrði það árangurslaust í þrjá daga, átti að skera í kross í tungu og efri skolt og láta blæða ofan í skepnuna. (Handrit á Lands- bókasafni). Síðasta banníæringin Sá maður, sem síðast var bannfærður á íslandi, var Vigfús sýslumaður Þórarins- son, faðir Bjarna skálds Thorarensen. Hann deildi við séra Árna Sigurðsson, prest í Holti undir Eyjafjöllum, út af hrepps- kerlingu. Voru báðir stífir og vildi hvor- ugur láta hlutt sinn. Varð deilan það hörð, að klerkur bannlýsti sýslumann i kórdyr- um eftir messu, að sýslumanni áheyrandi. Við það linaðist málstaður yfirvaldsins og fékk klerkur þá vilja sinn. Kynleg hegning Bjarni hét maður. Hann var uppi fyrir siðaskiptin. Hann var kvæntur skapvargi miklum og átti með henni einn son. Eitt sinn, er kerling var að lúskra syni þeirra, barði hún hann svo að hann lézt af völdum þess. Þegar Bjarni sá aðfarir hennar, varð honum skapfátt og sló hann kerlingu svo mikið höfuðhögg, að hún lézt þegar. Itefsingin, sem Bjarni fékk, var sú, að hann varð að ganga þrisvar sinnum nm alla landsbyggðina og gera bæn sína í hverri kirkju sem hann fór framhjá. HEIMILISRITIÐ 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.