Heimilisritið - 01.12.1948, Síða 44

Heimilisritið - 01.12.1948, Síða 44
RÉTTVÍSIN LOSAR BINDIÐ FRÁ AUGUM SÍNUM Orstutt gleðisaga eftir Awerschenko „ALEXANDER Wopkalin, þér eruð kærður fyrir að hafa falizt í trjárunna, hinn 17. júní þetta ár, og legið á gægjum með- an nokkrar ungar stúlkur voru að baða sig. — Játið þér sekt yðar?“ Wopkalin brosti lítið' eitt, svo sagði hann andvarpandi og horfði með sakleysislegum hrein- skilnissvip á dómarann: „Ja, hvað skal eiginlega segja við þessu?“ „Sannleikann“, svaraði dóm- arinn og leit köldum ásökunar- augum á ákærðan. „Ja, þá verð ég víst að játa mig sekan, það er að segja, ég álít mig geta borið fram gildar afsakanir fyrir broti mínu“. „Jæja — einmitt það, já! Nú, en skýrið fyrst frá því sem gerð- ist“. „Að morgni dags, seytjánda júní, fór ég að heiman og hafði byssu mína meðferðis. Eftir að ég hafði gengið í nokkrar klukkustundir í skóginum kom ég að litlu fljóti. Eg var þreytt- ur og lagði mig því útaf í for- sælu, tók upp nesti mitt og fór að borða. Þegar ég leit af tilvilj- un til hliðar, sá ég að' þrjár stúlk- ur voru að vaða út í fljótið frá 42 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.