Heimilisritið - 01.12.1948, Síða 45

Heimilisritið - 01.12.1948, Síða 45
hinum bakkanum. Ég var þarna einn og leiður, svo að ég horfði á þær, eingögnu til þess að drepa tímann, meðan ég — ég vil vekja athygli dómarans á því — með- an ég var að borða brauðsneið- arnar mínar“. „Það sem þér berið fram dreg- ur á engan hátt úr sekt yðar, því jafnvel þótt þér hefðuð ver- ið að borða hádegisvefðinn þá skapar það á engan hátt afsak- andi kringumstæður. — Segið mér eitt — voru stúlkumar í sundfötum?“ „Ein þeirra — ekki hinar tvær. — En ef ég á að segja af- dráttarlausan sannleikann, þá sá ég einungis stúlkuna, sem var í sundbolnum. — Ef til vill gæti það dregið úr sekt minni? Yður að segja, herra dómari, þá var hún svo töfrandi, að ég gat alls ekki haft augun af henni“. Alexander Wopkalin varð á- kafur og lagði áherzlu á orð sín með útskýrandi handatilburð- um. „ímvndið yður unga og ljós- hærða stúlku, á að gizka 24 ára gamla, alveg óvenju fagurlega skapaða og seiðmagnaða .... húðin alveg mjallahvít .... og svo var hún há og tágrönn, þótt hún hefði ekkert til að strengja sig með .... sundbolurinn svart- ur, og einmitt þess vegna varð hörundið svo dásamlega hvítt, það er að segja, hné hennar voru rauðbleik eins og róskrónublöð .... og svo hefði dómarinn átt að sjá dýrlegan vöxt hennar. . ..“ Dómarinn ræskti sig og sagði: „Allt þetta kemur málinu ekki vitund við“. „Jú, einmitt, herra dómari. Þetta kemur málinu mikið við. .... Það hlýtur að vera nokkur afsökun, þegar ég fullyrði, að það var bókstaflega ekki hægt að líta af henni. — Það eitt að sjá brjóst hennar.....Að vísu geta þeir sérfræðingar verið til, sem fyndust þau lítið eitt of þrýstin, en fyrir minn smekk voru þau það ekki. . .. Þau voru unaðsleg. — Að sköpun líktust þau tveimur appelsínum eða öllu heldur tveimur eplum“. Dómarinn, sem hafði hlustað á með hálfluktum augum, hrukkaði nú ennið: „En það voru þama líka aðrar stúlkur — og sundfatalausar?" „Tvær aðrar, ein lítil með brúnt hár og svo hin, mjög freist- andi í útliti, herra dómari. Hún hefur í mesta lagi verið átján ára“. „Jæja“, sagði dómarinn valds- mannlega, „átján ára. Af hverju dragið þér þá ályktun?“ „Af vaxtarlagi hennar. Til dæmis voru brjóstin — já, jóm- frúleg má nefna það, og svo mjaðmirnar, alls ekki þroskað- ar, það get ég fullvissað yður um, HEIMILISRITIÐ 43

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.