Heimilisritið - 01.12.1948, Page 46

Heimilisritið - 01.12.1948, Page 46
svo ættuð þér að heyra hlátur hennar, sakleysislegan, hreinan og oh ....“ Frá áheyrendunum í réttar- salnum heyi’ðist hláturfliss. „Haldið þér yður saman, Wopkalin!" hrópaði dómarinn höstuglega, „allt það sem þér er- uð að blaðra um, kemur alls ekki málinu við. Hinsvegar mun ég, með tilliti til hreinskilnislegrar játningar yðar, auk þess sem brot yðar virðist ekki hafa verið framið af yfirlögðu ráði, láta yð- ur sleppa með áminningu“. Wopkalin hneigði sig og gekk til dyra. „Bíðið andartak“ kallaði dómarinn á eftir honum, um leið og hann skrifaði hjá sér eitthvað til minnis, „hvar er hinn um- ræddi staður?“ „Ég skal reyna að lýsa því ná- kvæmlega fyrir yður, herra dóm- ari“, sagði Wopkalin. „Ef þér gangið nokkra kílómetra vestur fyrir kauptúnið Sulugin, komið þér að litlum skógi og í útjaðri hans er gata, sem liggur niður að fljótinu. Skammt þaðan munuð þér finna fremur hávaxna og mjög hentuga runna“. „Hvað eigið þér við með þ í? Hentuga? Hvað meinið þér?“ spurði dómarinn vandræðalega. En Alexander Wopkalin svar- aði ekki. Hann leyfði sér að depla öðru auguna í laumi til dómarans, kvaddi óhóflega kurt- eislega og hraðaði sér út úr dyr- unur^ ENDIR Hugsaðu þig tvisvar um þegar þig langar til að: Gorta af þeim fjölmörgu mönnum, sem þú hefðir getað gifst. Hallmœla fjarstöddum vini. Grobba af öllum þeim peningum, sem þú hefur áður haft til einkaafnota. Láta varir þínar segja „já“, þegar þú í hjarta þínu vilt segja „nei“. Dvelja aðeins hálftíma lengur. Niðra einhvern, sem þú veizt að er látíni). Þröngva einhverjum til þess að vera á sömu skoðun og þú. Fá aðeins einu sinni til í glasið. Skvra sessunautnum hreinskilnislega frá áliti þínu á honum. Taka fram i fyrir einhverjum. Tala um eiginmann þinn. Þetta er fátt af mörgu, sem aldrei borg- ar sig að láta eftir sér að gera. Ein at- hugasemd, sögð f hugsunarlevsi, getur dreg- jð stóran dilk á eftír sér. 44 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.