Heimilisritið - 01.12.1948, Blaðsíða 54

Heimilisritið - 01.12.1948, Blaðsíða 54
gjöra svo vel að sjá um, að bíll með bílstjóra sé alltaf tilbúinn handa mér", sagði hann. „Hann getur staðið hér fyrir utan, segj- um frá níu að morgni til átta á kvöldin". Dyravörðurinn lofaði að' panta vagninn, og andartaki síðar bað maðurinn með gráýr- ótta hárið skiptiborðið að setja sig í samband við' bezta skart- gripasala borgarinnar. Þegar hann fékk númerið, sagði hann: „Þér talið vi'ð Gossington lá- varð á Hótel Majestic. Ég var svo óheppinn að týna slifsisnæl- unni minni. Viljið þér gjöra svo vel að senda dálítið úrval upp til mín. Eg verð í herbergjum mínum, þangað til klukkan ell- efu". Daginn eftir voru allar óskir lávarðarins uppfylltar til hins ýtrasta. T hálsbindi hans Ijómaði ný demantsnál, skrautlegur vagn með þjónsklæddan bílstjóra stóð allan daginn fyrir utan og hús- gögnin voru eftir hans höfði.' Eftir um það bil hálfs mánað- ar dvöl í borginni lét Gossington lávarður bílstjórann aka sér til National City bankans, Cleve- land-útibúsins og bíða fyrir ut- an. Hann fór í verðbréfadeildina og eftir skamma stund var hann farinn að tala við Harrison bankastjóra. „Ég hef nýlega selt landeignir mínar í Englandi", útskýrði lá- varðurinn. „Það borgar sig ekki lengur að reka þær með öllum þessum sköttum". „Eg veit það1", andvarpaði Harrison. „Og bráðum er það jafnvont hér í Ameríku". „Eg hef þess vegna til umráða nokkurt fjármagn.. um það bil 500.000 dollara, sem ég vildi gjarnan festa í verðbréfum", hélt lávarðurinn áfram. „Þér getið kannske gefið mér góð ráð, Harrison. Einn kunningja minna hefur skipt við yður með góð- um hagnaði". Harrison bankastjóri hneigði sig stoltur á svip. „Ur því svo er, myndi ég stinga upp á Union Airways. Þau stíga, ég ábyrgist það!" „Ef þér haldið það, kaupið þá Union Airways hlutabréf fyrir 500.000 dollara, auðvitað með beztu fáanlegum kjörum, og sendið þau upp til mín á Hótel Majestic, segjum um klukkan tíu í fyrramálið". Harrison lofaði því. Gossing- ton lávarður steig inn í vagninn og sagði við bílstjórann: „Og svo akið þér mér til Baltimore & Ohio bankans". Harrison var varkár maður. Hann fékk upplýsingar um hinn stóra viðskiptavin, bæði frá hótelinu og víðar. Alls staðar fékk hann beztu meðmæli, og 52 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.