Heimilisritið - 01.12.1948, Page 54

Heimilisritið - 01.12.1948, Page 54
gjöra svo vel að sjá um, að bíll með bílstjóra sé alltaf tilbúinn handa mér“, sagði hann. „Hann getur staðið hér fyrir utan, segj- um frá níu að morgni til átta á kvöldin". Dyravörðurinn lofaði að panta vagninn, og andartaki síðar bað maðurinn með gráýr- ótta hárið skiptiborðið að setja sig í samband við' bezta skart- gripasala borgarinnar. Þegar hann félck númerið, sagði hann: „Þér talið við Gossington lá- varð á Hótel Majestic. Ég var svo óheppinn að týna slifsisnæl- unni minni. Viljið þér gjöra svo vel að senda dálítið lirval upp til mín. Ég verð í herbergjum mínum, þangað til klukkan ell- efu“. Daginn eftir voru allar óskir lávarðarins uppfylltar til hins ýtrasta. T hálsbindi hans Ijómaði ný demantsnál, skrautlegur vagn með þjónsklæddan bílstjóra stóð allan daginn fyrir utan og hús- gögnin voru eftir hans höfði. Eftir um það bil hálfs mánað- ar dvöl í borginni lét Gossington lávarður bílstjórann aka sér til National City bankans, Cleve- land-útibúsins og bíða fyrir ut- an. Hann fór í verðbréfadeildina og eftir skamma stund var hann farinn að tala við Harrison bankastjóra. „Ég hef nýlega selt landeignir mínar í Englandi", útskýrði lá- varðurinn. „Það borgar sig ekki lengur að reka þær með öllum þessum sköttum“. „Ég veit það'“, andvarpaði Harrison. „Og bráðum er það jafnvont hér í Ameríku“. „Ég hef þess vegna til umráða nokkurt fjármagn, um það bil 500.000 dollara, sem ég vildi gjarnan festa í verðbréfum“, hélt lávarðurinn áfram. „Þér getið kannske gefið mér góð ráð, Harrison. Einn kunningja minna hefur skipt við yður með góð- um hagnaði“. ITarrison bankastjóri hneigði sig stoltur á svip. „Ur því svo er, myndi ég stinga upp á Union Airways. Þau stíga, ég ábyrgist það!“ „Ef þér haldið það, kaupið þá TJnion Airvvays hlutabréf fvrir 500.000 dollara, auðvitað með beztu fáanlegum kjörum, og sendið þau upp til mín á Hótel Majestic, segjum um klukkan tíu í fyrramálið“. Harrison lofaði því. Gossing- ton lávarður steig inn í vagninn og sagði við bílstjórann: „Og svm akið þér mér til Baltimore & Ohio bankans“. Harrison var varkár maður. Hann fékk upplýsingar um hinn stóra viðskiptavin, bæði frá hótelinu og víðar. Alls staðar fékk hann beztu meðmæli, og 52 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.