Heimilisritið - 01.12.1948, Síða 57

Heimilisritið - 01.12.1948, Síða 57
varð að muna það. Jana staðnæmdist til að blása mæð'inni. Það varð dauðaþögn eitt andartak. Svo hrópaði ung- frú Blaithe æðislega: „Má ekki trufla?“ og lamdi niður síma- tækinu. Nú kæmi fyrsta hryðj- an. Jana fann það á sér, og ásetti sér að láta sér ekki fipast, hvað sem á dyndi. Svo heyrði hún sagt með rödd, sem var eins og svipa á eyru hennar: „María!“ JANA tók til fótanna, en stað- næmdist í dyrunum. Föt flugu í allar áttir. Ungfrú Blaithe var að hátta. „Hafið til baðið. Látið það vera aðeins þrjátíu og fimm gráður“. „Já, ungfrú“. • „Hættið þessu ,ungfrú‘-rausi“. Jana minntist ráðleggingar Johns Blaithe. Hún stanzaði við baðherbergisdyrnar og sagði: „John Blaithe hringdi. Hann biður yður að hringja til sín í klúbbinn“. „Því sögðuð þér mér ekki frá því, fífl?“ Ungfrú Blaithe spratt upp og þaut eins og elding í rauðum undirkjól að símanum. Jana roðnaði af reiði. En hún var róleg og fór inn í baðher- bergið, skrúfaði frá hönunum og gætti á hitamælinn. Úr næsta herbergi heyrðust slitur af símtalinu. Ungfrú Blaithe virtist verða æ ofsa- fengnari. Bödd hennar yfir- gnæfði vatnsrennslið. Orðin „má ekki trufla hann“, voru henni enn gremjuefni. „Bill Cramore — ég skal kenna honum að lifa. . . . Hættu að hlægja, fíflið þitt. . .. Sá fábjáni!“ (Það hlaut að vera einhver nýr). „Eg hata alla karlmenn“. Svona áfram enda- laust — og lauk með því að þau ákváðu að borða saman næsta dag. Nú varð andartaks logn, og svo heyrðist aftur „María!“ Jana var nú orðin öldungis ró- leg og skrúfaði fyrir vatnshan- ana áður en hún svaraði. Nú langaði ungfrúna í whisky. Jana flýtti sér fram í eldhús, fegin því að hafa grandskoðað íbúðina og komið auga á vínskápinn. Hún setti flösku og lítið staup á bakka og kom að vörmu spori með það inn í svefnherbergið til ungfrú Blaithe. Ungfrú Blaithe hellti glasið hálft. Svo hríngdi hún aftur til Etruria og spurði eftir Cramore. Henni tókst ekki betur en áður, en nú lagði hún tækið hægt nið- ur. Baðið var tilbúið, nákvæm- lega þrjátíu og fimm gráður, og Jana fór og tilkynnti það. Hún hefði eins getað ávarpað vegg- inn. Ungfrú Blaithe lá endilöng í rúminu,- hreyfingarlaus, og HEIMILISRITIÐ 55

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.