Heimilisritið - 01.12.1948, Page 58

Heimilisritið - 01.12.1948, Page 58
svaraði engu. „Ef til vill óskar hún, að ég láti hana vera eina“, hugsaði Jana. Ungfrúin settist skyndilega upp, reiðileg á svip. „Af hverju starið þér á mig?“ „Ég — ég hélt að' þér þyrftuð ef til vill á mér að halda“, stam- aði Jana. „Þyrfti yðar við?“ Ungfrú Blaithe spratt á fætur. „Þyrfti yðar við? Þér kölluðuð mig Díönu, eða hvað? Það er allt yð- ur að kenna. Þér — þér —“. Hún greip diskinn með skilaboð'- unum og kastaði honum að Jönu. Jana beygði sig. Hún heyrði diskinn molna á veggnum fyrir aftan sig og ofurlítið brot lenti á hálsi hennar. Hún missti stjórn á sér. Hún vissi ekki, hvernig tímaritið komst í hendur henni. En allt í einu flaug það í loftinu og hæfði ungfrú Blaithe beint í höfuðið. Hún féll aftur á bak, greip höndunum um ennið og starði á Jönu með' furðu og hryllingi. Það varð óþægileg þögn með- an þær horfðust í augu. Jana skalf á beinunum, en hún fann ekki til iðrunar, og enginn mátt- ur í veröldinni hefði getað kom- ið henni til að biðja afsökunar. Spenningin varð næstum ó- þolandi. Andlitsdrættir ungfrú Blaithes voru stirðnaðir. Hún starð'i á Jönu frá hvirfli til ilja og sömu leið til baka. Svo hló hún stuttum móðursýkishlátri og spurði, eins og hún sæi Jönu nú í fyrsta sinn: „Hver eruð þér?“ „Jana“. Aðeins skírnarnafnið, eins og faðir hennar sagði jafnan, er móðir hennar kvartaði undan þverlyndi hennar. Hún var eft- irlætisbarnið hans og „Jana“ þýddi ætíð í munni hans eitt- livað ákveðið' og óumbreytan- legt. Þannig sagði hún það sjálf nú. Hún var með tárin í augun- um, en henni kom ekki til hug- ar að líta undan. „Þér eruð ekki þjónustu- stúlka“. „Nei“. „Hvað voruð þér til þessa?“ „Stúdent. í Evrópu. Ég hef aðeins verið hér í fáeinar vikur“. „Og þér eruð ekki svissnesk, heldur?“ „Ég sagði það bara —“..Jana stamaði og roðnaði. „Ég er aust- urrísk“, bætti hún við. „Frá Kitzbúhel“. „Frá Ivitzbuhel“, ehdurtók ungfrú Blaithe. Það birti ofur- lítið yfir svip hennar. Svo sagði hún Jönu að setjast og hallaði sér sjálf aftur á bak í rúmið. Það' tók ungfrú Blaithe ekki langan tíma að komast að því, sem henni lék forvitni á að vita. Það var ekki mikið, hugsaði 56 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.