Heimilisritið - 01.12.1948, Blaðsíða 59
Jana: fáeinar spurningar um
fjölskyldu hennar, hvað faðir
hennar væri, hvers vegna þau
urðu að flýja, hvar þau hefðu
verið síðan. Ekkert af svörun-
um gáfu heiini tilefni til athuga-
semda eða svipbrigð'a; það fór
hrollur um Jönu.
Svo talaði ungfrú Blaithe um
Kitzbiihel, þar sem hún hafði
dvalið nokkra vetur, um skíða-
íþrótt og um París, eins og hún
hafði verið áður fyrr. Þegar
klukkan sló tvö, reis hún upp.
„Við skulum tala betur sam-
an í fyrramálið", sagði hún
geispandi. „Eg borða morgun-
verð í rúminu. Appelsínusafa, te
og glóðarbrauð. Eg hringi þegar
ég vakna".
Áður en Jana fór, tíndi hún
upp glerbrotin. Ungfrú Blaithe
beygði sig eftir tímaritinu. Augii
þeirra mættust, og eitt andartak
var þetta atvik, er hvorug hafði
nefnt á nafn, úr sögunni.
Jana var komin fram fyrir,
þegar ungfrú Blaithe kallaði á
hana. „Þér hafið ékkert með yð-
ur", sagði hún. „Hérná takið við
þessum náttkjólum, Jana".
Að hún skyldi hugsa um það!
Og hún hafði ekki kallað hana
Maríu.
„En bróðir minn kom með far-
angurinn minn", sagði Jana.
„Takið við þessu". Ungfrú
Blaithe tróð mjúkum silkiflík-
unum í fangið á henni.
„Þakka yður fyrir". Jönu
langaði til að segja meira, en allt
í einu fann hún engin ensk orð
til að lýsa því, sem hrærðist í
brjósti hennar, á móðurmáli
hennar, ef svo mætti segja —
þakklátssemi, og blygðunartil-
finningu.
En þegar hún var háttuð og
búin að slökkva, vöknuðu efa-
semdir hennar á ný. Hvað gat
ungfrú Blaithe viljað tala um
við hana í fyrramálið'? Ef til vill
var friðnum ekki treystandi. Á
bréfmiðanum hafði hún verið
kallaður djöfull, og að því er
Enderberry hafði sagt. ...
En löngu áður en Jana lokaði
augunum, voru atburðir þessa
undarlega dags orðnir einskis-
verðir. Hún hugsaði, eins og
ætíð áður en hún sofnrði, ein-
ungis um föður sinn.
Fjórði kafli
NÆSTA morgun vaknaði
Jana fyrir allar aldir af ótta við
að sofa yfir sig.
Það var svartamyrkur, en hún
þorði ekki að sofna aftur. Hún
lá í rúminu og beið birtunnar.
Hún hugsaði heim og sá lötu
Grétu, sem ekki vildi vakna, en
varð nú að tilreiða morgunverð-
inn; Karl dauð'þreyttur af að
lesa hálfa nóttina, Jósef tíu ára
HEIMILISEITIÐ
57