Heimilisritið - 01.12.1948, Blaðsíða 61

Heimilisritið - 01.12.1948, Blaðsíða 61
Áður en hún fór í baðið, gerði ungfrú Blaithe sitjandi líkams- æfingar eftir grammófónplötu, sem Jana lék þrisvar sinnum. Hún framkvæmdi æfingarnar samvizkusamlega og undan- bragðalaust. Jönu geðjaðist vel að því. „Nokkuð, sem þér þurfið ekki að' gera ennþá“, sagði ungfrú Blaithe másandi, þegar hún var búin og fór inn í baðherbergið. Hvað eruð þér þung, Jana?“ Jana varð að kannast við, að hún vissi það ekki, svo ungfrú Blaithe lét hana stíga á vogina, sem sýndi hundrað og sjö pund. „Dragið frá þrjú pund fyrir fötum. Hundrað og fjögur. Al- veg mátulegt“. Jana minntist þess, er hún hafði verið vegin síðast í frönsk- um flóttamannabúðum. Þá var hún innan við hundrað pund. Þegar ungfrú Blaithe kom úr baðinu, var Jana búin a8 taka til í herberginu. „Ég þarf að tala \dð yður“, sagði hún. Jana stóð kyrr. „Ég hef hugsað málið“, sagði ungfrú Blaithe. „Þér hafið ekki næga reynslu sem einkaþerna. Auk þess er það afleitt starf. En, sem manneskju, er kastar hlut- um í mig, þegar ég á það skilið, þætti mér gott að hafa yður ná- lægt mér“. Jana hélt niðri í sér andanum. Ungfrú Blaithe settist við búningsborðið og fór að greiða hár sitt. „Við fáum okkur aðra þernu“, hélt hún áfram. „Þér verðið félagi minn. Þér fáið nóg að gera. Það er svo margt, sem ég vanræki. Ég borga yður þrjá- tíu dollara á viku auk útgjalda — fyrir föt og þessháttar". Jana kom ekki upp nokkru orði. Þetta var allt of gott og kom svo óvænt. Hún þorði ekki að trúa því. Ungfrú Blaithe stóð upp, gekk til hennar og tók um axlir henni. „Gerið mér ekki erfitt fyrir“, sagði hún rólega. „Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma, að ég geri nokkuð, sem vit er í. Biðj- ið mig ekki að skýra það. Ég get það ekki. Líf mitt er allt í ólagi. Ég vil að yður geðjist vel að mér. Það er allt og sumt“. „Mér geðjast vel að yður“, sagði Jana. Á þessari stundu, er henni var sýnd hreinskilni, varð' hún að segja það. En um leið og hún sagði orðin, fann hún að þau komu frá hjartanu. „Þá er það útkljáð”, sagði ungfrú Blaithe og sneri sér und- an. „Og kallaðu mig ekki ungfrú Blaithe. Ég heiti Priscilla. Bjánalegt nafn, en það er ekki verra en hvað annað. Við skul- um þúast“. „Priscilla“, Jana heyrði sjálfa sig segja það í fyrsta sinn. HEIMILISRITIÐ 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.