Heimilisritið - 01.12.1948, Blaðsíða 62

Heimilisritið - 01.12.1948, Blaðsíða 62
„Enn hvað áliðið er orðið! Nærri ellefu!“ sagði Priscilla og leit rannsakandi á Jönu. „Við verðum að búa þig fyrir hádegis- verðartíma. Það verður að' lag- færa hárið, og ofurlítið af vara- lit og púðri myndi ekki saka neitt“. Jönu svimaði; herbergið hringsnerist fyrir augum hennar. Hún skildi Priscillu. „Það er amerískt“, hugsaði hún — en hvað hún var að fara, þess gat hún ekki getið sér til. „Ef þú hjálpar mér ekld, verð ég aldrei tilbúin“, sagði Priscilla og vakti hana af heilabrotum sínum. „Taktu til eitthvað, sem hæfir veðrinu. Til dæmis dökk- græna kjólinn". „Já, ungfrú BIaithe“. „Priscilla, mundu það!“ Fimmti kafli „JOHN kann vel við að bíða. Hann virðir fólk fyrir sér og hugsar upp illkvittnar sögur um það“, sagði Priscilla við Jönu, þegar þær komu til Carlton klukkutíma síðar. Þær höfðu farið í búðir. Jana var búin nýj- um fötum frá hvirfli til ilja. Hún hafði einnig fengið klippingu og höfuðbað, en til hárlið'unar var enginn tími, enda þurfti hún hennar ekki með, því að allir í hárgreiðslustofunni höfðu dáðst að eðlilega liðuðu hári hennar. Priscilla hafði einnig krafizt þess, að hún notaði varalit og púður. „Án þess það yrði allt of áberandi“, sagði hún. „Ég hef stórfríkkað“, hugsaði Jana, þegar hún leit á sjálfa sig í spegli. Andlitsduftið og kinna- liturinn veitti andliti hennar aulcinn yndisþoklca, og þegar hún hálflokaði augunum, fengu blá augu hennar undir dökkum augnahárunum nýjan blæ, sem hún var hrifin af. Bróðir Priscillu sat innst inni í stórum, dauflýstum veitinga- salnum. „Þú ert vinstúlka frá Evrópu — nýkomin með flug- vél“, hvíslaði Priscilla að henni. „Komdu ekki upp um mig“. Hvers vegna þessi látalæti? Var Priscilla farin að skammast sín fyrir eigin velgerðir? Jana var innilega andvíg þessari föls- un, en nú var of seint að and- mæla. Grannur, sólbrúnn, ung- ur maður, einbeittur á svip, reis úr sæti sínu. Jana fann, að hún hafði hugsað sér John Blaithe eldri og elcki svona aðlaðandi. Hún óttaðist að hann myndi þekkja rödd hennar aftur. „Halló, John“. „Góðan daginn, Pris. Alltaf stundvís! Hvað hefur komið fyr- ir?“ Hann sneri sér að Jönu. „John — Jana“, sagði Prisc- illa. „Við hittumst í Kitzbiihel. 60 HEZMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.