Heimilisritið - 01.12.1948, Síða 63

Heimilisritið - 01.12.1948, Síða 63
Jana er nýkomin frá Lissabon, hún dvelur hjá mér“. Og við Jönu sagði hún: „John hegðar sér skikkanlega, en láttu ekki blekkjast. Hann er í raun og veru verri en ég“. Hún sagði þetta kæruleysislega, en Jana fann aðvörun í orðum hennar. „Gleður mig“. John Blaithe sagði þessi tvö orð með áherzlu. Þegar þau voru setzt, bætti hann við: „Eg geri ráð fyrir að' þér vitið, að Priscilla skiptir um skoðanir á sólarhringsfresti — alveg eins og um þernur“. Jana neyddi sig til að brosa; en án þess að forðast hann, horfði hún sem í gegnum hann, eins og hann væri ekki þarna. Það skelfdi hana, því að hún hafði ekki vitað áðúr, hve leikin hún var í því. Eitthvað í fasi hans, ekki einasta í því sem sem hann sagði, erti hana. „Ef satt skal segja —“ hélt John Blaithe áfram, en systir hans greip fram í. „Gættu þín, Jana. Hann er kaldhæðinn, og jafnvel sann- leikurinn er einskis virði, þegar hann segir hann“. Hún sagði þetta léttilega, en aftur fann Jana alvöru undir niðri. „Nú vitið þér nákvæmlega, hvaða álit Priscilla hefur á mér“, sagði John hlæjandi, en þagnaði þegar þjónn kom að' borðinu. Meðan hann pantaði matinn, gat Jana ekki stillt sig um að horfa í veggspegilinn andspænis lienni. Hún starði á sitt eigið andlit, eins og það væri einhver ókunnugur, en þó kunnuglegur á svip. „Alveg eins og Vassar- stúlka“, hafði Priscilla sagt. Það var auðsjáanlega mikið hól. (Framhald í nœsta hejti). Hjónin skrifast á. Kæri Helgi minn. Þó að þú dveljir um tíma í London þarftu ekki að leggja lag þitt við stelpurnar þar. Og ég skrifa þér fyrst og fremst til að spyrja þig um, hvað þær hafa, sem ég hef ekki. Með kveðju Hanna. Elsku Hanna mín. Ekkert, góða mín. Þær hafa það bara hér! Kær kveðja Helgi. HELMHjISRITIÐ 61

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.