Heimilisritið - 01.02.1949, Blaðsíða 5

Heimilisritið - 01.02.1949, Blaðsíða 5
minsta kosti sendi móðir mín mig stundum með eitthvað smá- vegis þangað heim. Og hún sagði mér, að þegar Sveinn klæðskeri koin hér um sumarið frá Reykja- vík, }>á hefði hann gefið gömlu konunni fimmtíu krónur, en hún hafði stundum gefið honum bita, þegar hann var lítill. Snjólfur gat ekki neitt, og það var því engin furða, þó að hann gengi um Sandevri með sultar- dropa á nefinu og tár í rauðum pokaaugum þegar Starkaður í Snös, sem átti lóðina, sem Slot- ið stóð á, byggði honum út. Eng- inn gat hjálpað honum til að borga lóðargjaldið' eða gefið honum jarðávöxt eða mó til að láta upp í það. En svo fréttist það allt í einu, að Steinn litli væri kominn í vinnumennsku til Starkaðar. Hann átti að vinna lóðargjaldið af föður sínum. Starkaður var mikill maður vexti og ekki einhamur. Stund- um var hann hinn mesti höfð'- ingi, sem allt vildi fyrir alla gera. Og það var sannarlega í sam- ræmi við það, að hann var fremsti sjósóknarinn á Sandeyri. En stundum var hann líka eins og sjáfur djöfullinn. Ofsótti kotin og þá sem þar áttu at- hvarf, krafðist lóðargjalds með hörku og sýndi enga miskunn. Hann sagði einu sinni: „Enginn kemst neitt áfram nema hann tai að kynnast svip- unni. Það varð ég að reyna. Ung- dómurinn nú á tímum þekkir ekkert nema eftirlæti. Hér á Sandeyrinni skal ég kenna fóiki livað lífið er í raun og veru, eins og ég lcynntist því og eins og það gerði mig að því sem ég er“. Einn daginn gekk Steinn fyr- ir hann. Starkaður stóð á háum tröppunum í Snös þegar Steinn kom. Steinn staðnæmdist fyrir neðan þær og sagði um leið og hann tók ofan húfupottlokið sitt. „Hann . . . hann pabbi sendi rnig til ... til að vinna af sér lóðargjaldið“. Steinn var fremur grannur og pasturslítill. En hann var þráð'beinn í baki, þunnur á vangann, ljóshærður og bjart- eygur — og haka hans skagaði einkennilega rnikið fram. Starkaður reisti sig allan, horfði niður á Stein, var nokkra stund hugsi, en sagði svo, næst- um því með semingi. „Jæja, svo þú átt að vinna af pabba þínum lóðargjaldið. Farðu inn og fáðu þér eitthvað til að' ligg'ja við. Þú verður í sjó- búðinni. Svo tölumst við nánar við seinna, þegar þú ert búinn að koma þér fyrir“. Þannig lenti Steinn Snjólfs- son, kunningi minn og vinur, þó HEIMILISRITIÐ 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.