Heimilisritið - 01.02.1949, Blaðsíða 8

Heimilisritið - 01.02.1949, Blaðsíða 8
skjálfandi og ineð krepta hnef- ana. Þegar ég kom heim, sagði ég við mömmu mína. „Hann Steinn í Sjóbúðinni er eitthvað svo æstur. Hann seg- ist ætla að fara“. „Fara?“ sagði hún með fvrir- litningu. „Hvað ætli að hann fari, veslingurinn? Hann er fyrir löngu orð’inn botnfrosinn í Snös!“ En Steinn fór. Hann bókstaf- lega hvarf. Snasarfólkið fór einn daginn um allt og spurði, hvort maður liefði ekki séð Stein í sjóbúðinni. En enginn hafði séð hann. Og það var spurt um hann heima hjá foreldrum hans. En þau vissu heldur ekki neitt. Svo fréttist það, að allt dótið hans væri líka horfið og þá fór fólk að hlæja að' þessu. Eg man að ein- hver sagði: „Já, sko pilt! Hann hefur bara slitið sig lausan — og strokið!“ Það liðu nokkrir mánuðir og þá fréttist, að Steinn væri kom- inn suður til Reykjavíkur, hefði gengið yfir fjallgarðinn og kom- ist í bát og þannig alla leiðina suður í höfuðstaðinn. Hann hefði ráðist á skip og væri nú á síldveiðum fyrir Norðurlandi. Það' var ekki frítt við að strák- unum þætti Steinn hafa gerst allmikil hetja. Það kom meira að segja fyrir að við fórum inn í sjóbúðina, þegar Snasarfólkið' vissi ekki um, settumst á bálk- inn hans Steins og ræddum um ævintýri hans. Mér er meira að segja ekki grunlaust um, að þetta uppátæki hans, og svo fundahöld okkar strákanna í sjóbúðinni, hafi átta drýgstan þáttinn í því að Kiddi í Flæðar- máli og Bergur í Svaðbæli luirfu úr síldinni eitt haustið og stukku til Englands — og þaðan eftir nokkur ár til Ameríku, en þar varð Kiddi hnefaleikamaður en Bergur skipsstjóri einhvers stað- ar á voðalega stóru vatni. Eg hafði mikinn hug á því að komast áfram og fór því til Reykjavíkur. Eg byrjaði að læra beykisiðn og stundaði það með höppum og glöppum í tvö ár, þangað til meistarinn sagði mér að fara, liann hefði mig ekki lengur í fæði og húsnæði. „Já, og þjónustu, gleymdu henni ekki“, sagði konan hans, þveng- mjó og hvesti á mig sljó og vot augu. — Eg hitti Stein nokkru um sinnum. Hann stundað'i sió og alla algenga vinnu meðfram. Svo hvarf hann mér. En eftir að ég fór að lifa á því að spila „Tuttugu og eitt“ við fulla tré- smiði óg múrara, sem drukku brennivínið út í mjólk, og yrkja erfiljóð fyrir tuttugu og fimm krónur stylckið með því að leggja sjálfur til efnið, en láta 6 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.