Heimilisritið - 01.02.1949, Blaðsíða 24

Heimilisritið - 01.02.1949, Blaðsíða 24
hendinni, en hún féll samstundis aftur niður á sængina, og hún mælti þessum orð'um með veiku hvísli: „Ég hef beðið yðar með óþreyju“. Ég ætlaði að segja eitthvað, en hún gaf mér með veikum tilburðum merki um að segja ekkert, og hjúkrunarkon- an hvíslaði að mér: „Talið ekki; húsmóðir mín afber ekki hið minnsta hljóð“. Ég settist niður við höfðalagið; greifafrúnni tókst með miklum erfiðismunum að ná innsigluðu umslagi undan koddanum sínum. Areynslan, sem þetta hafði í för með sér fyr- ir hana, reyndist henni um megn, og hún hafði naumast þrótt til þess að hvísla, um leið og hún rétti mér umslagið: „Ég fæ yður erfðaskrá mína til fram- kvæmdar“. Síðan greip hún skyndilega lítið krossmark, sem lá á sænginni hjá henni, þrýsti því upp að vörum sér um leið og hún andvarpaði: „Ó, guð minn!“ Hún var látin. Það mátti jafnvel greina ánægjuglampa í augum hennar, þegar hún skildi við. Vissulega hlýtur hún að hafa þjáðst mikið um dagana. Þegar erfðaskrá •'hennar var opnuð, kom það í ljós, að hún hafði arfleitt sjúkrahúsið í Ven- dóme að öllum eignum sínum, að undanteknu nokkru, sem hún hafði varið til dánargjafa. Ég var útnefndur til þess að hafa 22 með höndum framkvæmdir erfðaskrárinnar, og var mér meðal annars uppálagt að láta La Grande Bretéche, aðalssetrið sem vakið hefur forvitni yðar, eiga sig í því ástandi sem það var í, þegar hún andaðist, um næstu fimmtíu ár. Engar við- gerðir áttu að fara fram, og mér var heimilað að ráða mann til þess að gæta. hússins ef nauð- svnlegt þætti. Að þessum fimm- tíu árum liðnum átti húsið að falla í hlut erfingja minna, að því tilskyldu, að fyrirmælum erfðaskrárinnar hefði verið fram- fylgt að öllu leyti; því að, eins og þér vafalaust vitið, herra minn, þá banna lögin mönnum í minni stöðu að þiggja dánar- gjafir í slíkum tilfellum. Ef ég hinsvegar vanrækti að uppfylla skilyrði erfðaskrárinnar, skyldi eignin koma í hlut lögerfingja hennar, að áðurnefndum ára- fjölda liðnum og að vissum skil- yrðum þó fullnægðum, nánar til- greindum í viðaukaerfðaskrá, sem opnuð skyldi að hinum til- tekna fresti liðnum. Lögmæti erfðaskrárinnar hefur aldrei ver- ið dregið í efa, svo að-----“. An þess að Ijúka við setning- una, horfði nótaríusinn nú á mig með sigurljóma í augum. Ég gerði hann fullkomlega ánægð- an með því að fara nokkrum viðurkenningarorðum um hann, HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.