Heimilisritið - 01.02.1949, Blaðsíða 28

Heimilisritið - 01.02.1949, Blaðsíða 28
marga Landbursta og kona á hárbursta. Hann var dölckur á hörund, með ljósbrún augu og svart hár. Hann var mjög þög- ull og alvörugefinn, sótti kirkju reglulega og baðst alltaf fyrir á sama stað, sem tilviljunin liag- aði svo til að var aðeins 2—3 metra frá bænahúsi Madame de Merret. A kvöldin var hann vanur að ganga um í fjöllunum hérna í kring, og ég varð dálítið forvið'a, þegar ég komst að því, skömmu eftir komu lians hing- að, að hann sneri ekki heim aft- ur fyrr en um miðnætti: en ég vandist því brátt, og lét hann fá útidyralykilinn, til þess að hann gæti opnað sjálfur og kom- izt inn. Dag einn fór hesta- sveinninn með hestana niður að ánni og sá þá Spánverjann á sundi í henni miðri. Og þegar hann kom heim varð hann dá- lítið gramur við, þegar ég tók honum vara fyrir sefgrasinu og liminu í ánni. Að lokum, herra minn, morgun nokkurn fundum við hann ekki í herbergi sínu, og það' var augljóst, að hann hafði ekki verið þar um nóttina. Þegar ég kannaði herbergið nán- ar fann ég fimmtán spænska gullpeninga í umslagi, sem var í einni dragkistuskúffunni, lík- lega um 200 louisdora virði; einnig fann ég nokkra demanta í lítilli öskju, er virtir voru á helmíi gi hærri uppuæð. í um- slaginu var örk, sem á var skrif- að, að í því tilfelli að hann kæmi ekki aftur ættum við að eiga þessa fjármuni með því skilyrði, að við' létum syngja messu í þakklætisskyni fyrir giftusam- legan flótta hans og öryggi. Um þetta leyti var eiginmaður minn enn á lífi og fór þegar að leita Spánverjans; og hér kemur ein- kennilegasti kafli sögunnar. Þeg- ar maðurinn minn rannsakaði árbakkann, fann hann föt Spán- verjans grafin undir stórum steini beint andspænis La Grande Bretéche. Eiginmaður minn fann fötin svo skömmu eftir flóttann, að engann gi'un- aði neitt. Og í samræmi við ósk- ir greifans, því að víst var Spán- verjinn greifi, brenndum við föt- in og létum það spyrjast að hann hefði lagt á flótta. Yfirvöldin sendu lið'sforingja tii þess að leita lians, en árangurslaust. Maðurinn minn hélt að greifinn hefði drukknað; en ég var ann- arrar skoðunar. Ég hugsa að hann hafi á einhvern liátt kom- izt í kynni við Madarne de Merret. Finnst yður ekki, herra minn, að ég hafi rétt til þess að njóta þessara fjármuna, sem greifinn lét okkur eftir, án sam- vizkubits?“ „Vissulega; en hafið þér ekk- ert spurt Rosalie?“ 26 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.