Heimilisritið - 01.02.1949, Blaðsíða 30

Heimilisritið - 01.02.1949, Blaðsíða 30
ar hann gekk eftir ganginum. Á sama augnabliki og hann sneri snerlinum á herbergisdyrum konu sinnar, heyrð'i hann dyr litlu skonsunnar lokast, en þar eð Madame de Merret stóð við arininn gekk hann út frá því sem vísu að Rosalie hefði skotizt þangað inn, einhverra erinda. Sarnt sem áður þrengdi tor- tryggnin sér að hjartarótum hans; hann horfði rannsakandi augum á eiginkonu sína og tók eftir flóttalegu augnatilliti henn- ar. Þegar hún hóf máls var rödd hennar með dálítið óvenjulegum blæ: „Þú kemur seint heim í kvöld“, sagði hún. Greifinn svar- aði ekki, því að í sama bili kom Rosalie inn. Þetta kom yfir hann eins og reiðarslag; liann gekk fram og aftur um stofuna, með hendur fyrir aftan bak. „Hefurðu fengið slæmar frétt- ir, eða er þér illt?“ spurði kona hans feimnislega, en Rosalie var þegar tekin til við að' hjálpa henni að afklæðast. Hann þagði. „Þér megið fara“, sagði greifa- frúin við þernu sína. Hún hafði, vegna framkomu greifans, hug- boð um að' eitthvað óvænt væri á seiði, og óskaði að vera ein með honum. Þegar Rosalie var farin, nam greifinn staðar and- spænis eiginkonu sinni og sagði kuldalega: „Madame, það er einhver í skápnum þarna“. Greifafrúin leit rólega á hann og svaraði mjög einarðlega: „Nei, herra“. Þessi neitun stakk greifann í hjartastað, hann trúði því ekki. Samt sem áður haf'ði svipur eig- inkonu lians aldrei virzt hreinni og einlægari en einmitt nú. Hann gerði sig líklegan til þess að opna hurðina að skápnum, en hún tók um handlegg hans, virti hann fyrir sér með þunglyndislegum ástúðarsvip og sagði hrærðri röddu: „Ef þú finnur engan þarna inni, íhugaðu þá, að öllu sam- bandi okkar á milli er slitið“. Hin virðulega framkoma hennar hafði djúptæk áhrif á greifann. „Nei, Josephine", sagði hann, „ég skal ekki opna hurðina. I hvoru tilfellinu sem heldur væri, myndum við' skilja að fullu og öllu. Hlustaðu nú á mig. Mér er hreinleiki sálar þinnar vel ljós, og eins hið vammlausa líferni þitt. Þú myndir ekki fremja dauðasynd til þess að bjarga lífi þínu“. Við þessi orð leit greifafrúin eiginmann sinn tryllingslegu augnaráði. „Vertu kyrr. Hér er kross- markið þitt“, bætti hann við. „Sverðu við nafn guðs, að það sé ekki nokkur manneskja inni 28 HEEVULISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.