Heimilisritið - 01.02.1949, Blaðsíða 38

Heimilisritið - 01.02.1949, Blaðsíða 38
sem varð því dimmri sem hitt unga fólkið stríddi Kenneth meira á óhappi hans og bar meira lof á Onnu. Bill Stevens bað Önnu að dansa við' sig, og Kenneth vatt sér fram á gólfið með Shirley Adams, vinkonu Bills. En Önnu langaði ekki að dansa og hún settist á meðal áhorfendanna. Þá heyrði hún spurt kæruleysislega fyrir aftan sig: „Hver er hann, þessi langi, sem er að dansa við Shirley?“ Anna þekkti röddina. Það var Gloria Clements. Og hún heyrði Molly Forester svara: „Það er Ken Wade. Hann er nýkominn hingað, en það eru allar'stelpur vitlausar í honum“. „Nú“, sagð'i Gloria og dró seiminn. „Eg hefði gaman af að kynnast lionum, svona til til- breytingar“. „Of seint, Gloria mín. Anna Loomis hefur lagt á hann þvalar hendur sínar, frá og með degin- um í, dag. Hefurðu ekki heyrt um merkisatburðinn, sem gerð- ist í dag? Kenneth var rétt drukknaður og Anna bjargaði honum“. Anna laumaðist heim, haldin þeirri ömurlegu tilfinningu, að hún væri búin að missa Kenneth. Dagimi eftir gekk hún ein niður að vatninu. Veð'rið var durnb- ungslegt og fáir að baða sig. Þó sá hún að Kenneth sat úti á flekanum. Henni kom í hug að synda þangað og tala við hann. Þeirra í milli mátti enginn mis- skilningur komast að. En þá sá hún Gloriu stinga sér og leggjast til sunds út að flekanum. Þegar hún átti skammt ófarið þangað, tók hún að æpa og baða út hönd- unum. Önnu varð' óglatt er hún sá þetta eldgamla bragð leikið. Kenneth stakk sér, bjargaði Gloriu upp á flekann og laut vf- ir hana hrelldur á svip. Anna sá Kenneth ekki oftar þetta sumar. Nokkrum dögum síðar lauk leyfi hans og hann fór aftur til New York. En velvilj- aðar manneskjur sögðu henni, að heita mætti að hann væri trú- lofaður Gloriu. Haustið kom, og Anna reyndi að teíja sér trú um, að þetta væri að'eins skammvinnt sumar- skot, sem myndi líða hjá, er trén felldu laufið. En bálið í brjósti hennar logaði jafn glatt og fyrr, er hún leit hann nú aftur um miðjan vetur. Hún leit til lofts döpur í bragði; það svrti æ meir að. Svo réð hún það af í skyndi, hvað gera skyldi. Hún fór í yfirhöfn, setti á sig ullarhúfu, fór í vað- stígvél og hripaði nokkur orð á blað: „Kæra mamma, ég ætla upp 36 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.