Heimilisritið - 01.02.1949, Blaðsíða 56

Heimilisritið - 01.02.1949, Blaðsíða 56
fangin. Hvernig veiztu þetta þá?“ „Ég hef séð fólk, sem elskaðist raun- verulega. Foreldra mína — Hún þagnaði, er hún sá svipinn á andljti hans: kaldan, napran svip, sem fól í sér eitthvað, er hún skildi ekki. Þau stóðu bæði stundarkorn án þess að segja nokkuð. Ef til vill hafa það aðeins verið fáeinar sekúndur, en það virtist langur tími, er fól í sér margt, sem ekki var hægt að segja með orðum. Að lokum brosti hann. „Þú ert skrítin kind. Og svo ung.“ Þau hlógu bæði, dálítið þreytulega. . . Frá þessu kvöldi kom John fram við Jönu af nærgætinm kurteisi, sem hún fann að var sönn, þrátt fyrir hið kulda- lega yfirbragð. Á hverjum degi færði hann henni og Priscillu (en hinni síð- arnefndu aðeins til málamynda, sagði hann) einhverja nýja gjöf. Priscilla hélt því fram, að Jana væri afbragð annarra kvenna. Það var eins og systkinin keppt- ust um að gleðja hana og þeim væri unun að gleði hennar. — ÁTTUNDI KAFLI JANA HAFÐI ákveðið að heimsækja fólkið sitt og segja frá öllu, sem kom- ið hafði fyrir hana. Hún hafði hringt daglega, en seint í annarri vikunni fór hún í fyrstu heimsóknina. Hún var hálf smeyk. Eftir ferð í strætisvagninum, fór hún að efast um, að hún hegðaði sér skynsamlega. Enn á ný hugsaði hún til þess, sem móðir hennar myndi segja, þegar hún sæi hin glæsilegu föt, vara- litinn og andlitsduftið. Hún vissi ekki hvernig hún hefði átt að búa þessa skynsömu en hispurslausu konu undir komu sína. Gæti henni ekki dottið í hug, að þetta væri ekki einleikið? Hversu margar flóttastúlkur höfðu ekki átt annars úrkosti? Ef til vill hefði hún átt að vera í gömlu fötunum sínum, hugsaði Jana. En hún hratt þegar í stað þeirri hugsun frá sér og lét sér nægja að þurrka af sér varalitinn. Hún hafði ákafan hjartslátt, er hún gekk upp djmma stigana og stanzaði másandi við dyrnar. Ekkert heyrðist, að innan. Er hún hringdi dyrabjöllunni. ímyndaði hún sér undrun þeirra, áköf og eftirvæntingarfull. Karl opnaði og starði dolfallinn, kom ekki upp orði, hann, sem aldrei varð orðlaus. Móðir hennar kom fram úr svefn- herberginu. Hún stóð ofurlítið frá Jönu, grönn, alvörugefjn kona með festuleg- an svip og starði á dótturina. Og þá gerðist hið óvænta. Enginn þykkjusvip- ur sást á henni, heldur aðeins gleði og aðdáun. Og svo sagði hún blátt áfram: „Jana, en hvað þú ert falleg!“ Og Jana varð svo hrærð — góðvildin og trausrið, sem fólst í orðunum gladdi hana svo, að hún hljóp til móður sinnar og fleygði sér um háls hennar, þrýsti henni að sér og hló til þess að gráta ekki. Saga hennar var fljótsögð — ungfrú Blaithe og eirðarleysi hennar, kokkteil- gildin, ósvöruðu bréfin, John Blaithe og Mano Denten, allt — að einu fráskildu. Hún minnrist ekki á kvöldið, er hún fór ein út með John. „Ungfrú Blaithe hlýtur að vera óhamingjusöm," sagði móðir hennar. „Þú verður að gera allt, sem þú getur til að hjálpa henni. Og láttu ekki fallegu fötin og skjall ann- arra gera þig hégómagjama.“ 54 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.