Heimilisritið - 01.03.1949, Blaðsíða 7

Heimilisritið - 01.03.1949, Blaðsíða 7
aði af stað út með sjó með riff- ilinn minn í hendinni. Eg fór góðan spöl út með sjónum, skimaði í allar áttir, en sá engin veiðidýr. Svo tyllti ég mér á stein í fjörunni og hugs- aði málið. Heirn gat ég ekki komið tóm- hentur, kærastan mundi draga mig sundur og saman í háði. „Þú þarft ekki að halda, að þú sjáir við fuglunum hérna, vinur minn, eins og þú ert líka seinn að hugsa. Nei, það er útilokað, að þú getir skotið fugla“, mundi kærastan segja. En það var hægara sagt en gert að skjóta fugia, þegar engir fuglar voru sjáanlegir. Hvað dugði*kannski að skríða á fjór- um fótum eð'a jafnvel á magan- um, ef maður sá engan fugiinn? Ég teygði fram álkuna og lit- aðist um. Nei, engir fuglar. Þeir höfðu líklega haft vit á að forða sér, þeir voru svo fljótir að hugsa. Ég studdi hönd við kinn og hugsaði málið enn einu sinni. „Góðan daginn“, sagði kump- ánleg rödd fyrir aftan mig. Ég leit upp. Þarna stóð þá unglingsstrákur í samfesting og vaðstígvélum og hélt á dauð'um fuglum í annarri hendinni. Ég kinkaði kolli til hans og hampaði rifflinum. „Ég er að svipast um eftir fugli, lagsmaður“, sagði ég, „hvar í ósköpunum liafið þið all- an fuglinn?“ „Það er enginn fugl hér núna“, sagði strákur. „A vorin og haustin er aftur á móti mikið af fugli; þessi grev voru í netinu hjá mér“. Hann hampaði fugl- unum. „Já, einmitt“, sagði ég, og hugsaði upp mikið snjallræði al- veg á stundinni. „Heyrðu, viltu ekki selja mér fuglagreyin?“ „Þú mátt eiga þá“, sagði strákur og var hinn altillegasti, „ég nenni hvort sem er ekki að bera þá heim“. Og það varð úr, að ég þáði gjöfina og við skildum perluvin- ir. Ég rölti heim á leið og fór hægt. Ég hlakkaði til að sýna stúlkunum veiðina, jiegar heim kæmi. „Þennan skaut ég á fimmtíu metra færi, þennan á alltaf sex- tíu eð'a sjötíu metra færi“, mundi ég segja og hampa fugl- unum. Og stúlkurnar mundu dást að skötfimi minni, dást að rifflin- um mínum og vinstúlkan mundi segja: „Grenjaskyttan á Hóli sagði alltaf, að allar bvssur væru góðar í höndum þeirra, sem kynnu með þær að fara. Þú HEIMILISRITIÐ 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.