Heimilisritið - 01.03.1949, Blaðsíða 8

Heimilisritið - 01.03.1949, Blaðsíða 8
ert líklega dálítið glúrin skytta“. Og kærastan mundi brosa feimnislega og segja: „Þú ert svei mér ekki svo galinn, og ég sem hélt þú kynnir ekki að halda á byssu, hvað þá heldur meira“. Eg var nú kominn allnærri tjaldinu. Stúlkurnar voru úti, og kærastan skundaði á móti mér, er þær sáu mig. Hún varð fyrri til rnáls, þegar við mætt- umst. „Blessaður hentu þessum bölvuðúm æðarkollum strax; strákurinn í Snasavík kom ask- vaðandi heim í bæ rétt áðan og kvaðst hafa mætt ókunnugum manni út með sjó, og sagði að maðurinn væri með riffil og tvær dauðar æðarkollur“. Eg þagði og reyndi eftir megni að leyna vonbrigðum mínum yfir þessum móttökum. „Strákurinn var sjálfur á skyttiríi, en skaut ekkert“, liélt kærastan áfram, „enginn skikk- anlegur maður drepur æð'ar- kollur; þær eru, sko, friðaðar, veiztu það ekki?“ Víst vissi ég það. En ég hafði ekki skap í mér til þess að segja henni frá málavöxtum. Þess vegna tók ég þann kostinn að losa mig sem fyrst við þennan óhappafeng. „Þessa skaut ég á fimmtíu metra færi“, sagði ég og henti annarri kollunni alla leið niður í fjöru, „þessa á sextíu eða sjötíu metra færi“, bætti ég við, þegar seinni kollan hvarf niðúr fyrir sjávarbakkann. En kærastan gleymdi að dást að mér fyrir skotfimina; hún sagði aðeins: „Þú ættir bara að vita, hvað ég skammaðist mín mikið fyrir þig heima í Snasavík áðan“. ENDIR Von á barni. Kormii var búin að taka léttasóttina og læknir hafði verið sótlur. Eftir skamma dvöl uppi í svefnherberginu kom hann niður og sueri sér að eiginmann- inum: „Eigið þér tappatogara?" Er hann hafði fengið einn slíkan fór hann upp aftur. Nokkrum mínútum síðar kom hann aftur niður og bað um skrúfjárn. í>að stóð ekki á því, og enn fór læknirinn upp til sængurkonunnar. Ekki leið á löngu þar til hann kom niður í þriðja skiptið. Nú bað liann um meitil og liamar. „Guð í hæstum hæðum". sagði eiginmaðurinn áhyggjufullur. , Hvort er það drengur eða telpa?“ „Eg veit það ekki enn“, svaraði læknirinn. „Mér ætlar víst ekki að takast nð opna töskuna mína“. 6 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.