Heimilisritið - 01.04.1949, Blaðsíða 6

Heimilisritið - 01.04.1949, Blaðsíða 6
— Nú? sagði ég. — Já, það situr nú trúlega lengstum í honum. — Hvað þá? — Hvernig ég fór með hann. Það eru nú frekar rúm en tæp fjörutíu árin síðan. — Hvernig þú fórst með hann? — Já-á, menn eru nú ekki svo gJeymdir á þess slags. — Æ, vertu nú ekki að draga mig á þessu. — Eg stakk honum nefnilega með guðs hjálp heldur betur ref fyrir rass í ástamálum. Ég mun hafa kímt. — Já, flissa þú barasta. — Hvað er þetta, maður? Ég er ekkert að flissa, rétt aðeins stökk bros, af því að þú sagðir þetta eitthvað svo skrítilega. — Ég held þú mættir flissa, greyið mitt. Það er nóg fýlan, sálarsúldin, í veröldinni, þó að sól sjái hjá þér. — En góði Markús, segðu mér nú þessa sögu. Hann þagði. — Er hún kannski eitthvað svona . . . ja, er hún svo mikið einkamál, að þú megir — að þú getir ekki sagt liana? — Hún er nú máski dálítið utan við það vanalega, en ekki þar fyrir: ég get sagt þér hana, ekki minni mátar en við erurn orð'nir. Það er líka þetta með 4 þig, garmurinn, að þú mundir vera forvitnari en þú ert kjöft- ugur, þó að þetta tvennt sé sosum vant að vera í nokkurn veginn bærilegu jafnvægi hjá flestum . . . En það er ekki tími til að segja þér þetta núna. Það kemur seinna, tækifærið. Þetta varð ég að láta mér nægja, en síðan hafði ég ámálg- að við hann að segja mér söguna — sjálfsagt einum þremur, fjór- um sinnum, en árangurslaust — hafði svo ekki munað' eftir því seinustu dagana. Markús var nú búinn með skonrokið úr fantinum, og hann setti hann á munn sér og saup úr honum kaffilöggina. Svo lét hann fantinn ofan í bekkinn sinn. Ég sá, að hálfgildings vafa- og jafnvel vandræðasvipur var á andlitinu á Jionum. Hann var líka óvenjuskældur. En illa þekkti ég hann þá, ef hann gat stillt sig um að segja mér frá þessu, úr því að það var búið að koma til orða á milli okkar. Ég hafði margreynt það, að hann hafði gaman af að segja mér sitt- hvað, Litli maðurinn. Ég leit á lampann, sem í þetta skipti hreyfðist ekki í umgerð sinni. Ég þóttist vera að skoða hann, eins og ég væri að velta einhverju fyrir mér viðvíkjandi gerð hans eða gæðum — mátti mikið vera, HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.