Heimilisritið - 01.04.1949, Blaðsíða 31

Heimilisritið - 01.04.1949, Blaðsíða 31
Eg gat heyrt, hvernig neglur hans kröfsuðu í pappírinn, sem var utan um böggulinn. Nú veit ég, að það' var þetta hljóð, sem æsti upp taugar mínar. Hvað var hannrnð fara? Og hvað var í bögglinum? Var það skamm- byssa .. . eða var það hnífur? Nú kom þruma aftur og yfir- gnæfði hljóðið frá vélinni. Nú var söngvari við hljóðnemann. Hann söng einn af þessum ný- tízku slögurum. Eg skipti á aðra stöð, og dimma röddin, frá því áð'ur, var þar aftur: „. . . um það bil 35 ára“, sagði hann. „Þyngd 90 kg. Hann er sennilega vopnaður“. Eg gat heyrt, að sá ókunnugi við hliðina á mér dró andann djúpt. T fyrsta skipti fór ísköld skelfing um mig. í fyrsta skipti var ég hræddur. Ég heyrði að- eins brot af lýsingunni á stroku- fanganum: „35 ára.........sam- viskulaus morðingi . . .“ Ég sneri mér varlega til þeirr- ar hliðar, sem hann sat. Hann starði á mig með augnaráði, sem lýsti bæði ógnun og ót'ta. Rödd- in í útvarpinu hélt áfram: „. . . er auðkennilegur, því að hann hefur aðeins þrjá fingur á hægri hendi“. Maðurinn við hliðina á mér starði sem dáleiddur á hægri hönd mína, sem var við útvarp- ið . . . hægri hönd mína, sem að- eins hafði þrjá fingur. Það var þess vegna, að ég neyddist til að sálga honum. ENDIR Pólitískur branclan. Þessi skrítla e'r tekin upp úr brezka tímaritinu „World Digest", og birt- ist fyrst í ítalska ritinu „Oggi“: Velklæddur borgari hitti á förnum vegi verkamann, er hélt á skóflu og haka. „Hvað vinnið þér marga daga í viku?" spurði hann. ..Ekki nema tvo“. ,.Og hvað haldið þér. að þér ynnuð marga daga, ef sósíalistar yrðu við stjórn?" ..Að minnsta kosti fjóra". „En ef krislilegir jafnaðarmenn réðu?" „Liklega einn til“. „Og ef kommúnistar hefðu völd?“ „Eg ynni nótt og dag“. „Jæja? — Hvað gerið þér annars?" „Ég er grafari". HEIMILISRITIÐ 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.