Heimilisritið - 01.04.1949, Blaðsíða 46

Heimilisritið - 01.04.1949, Blaðsíða 46
»Nú, á hverju eigum við að lifa?“ spurði Diana. „Maturinn í kránni var aumur,' en það var þó matur“. Lawrence sneri sér að Kitty. „Funduð þér nokkuð í eldhúsinu í gær?“ „Hei]mikið“, svaraði hún. „Hveiti, dósamat, dósamjólk — og ýmislegt fleira“. „Við getum þó ekki borðað hveiti“, sagði Diana önug. „Eg verð að segja, Lawrence, að' þú hefðir átt að taka eitthvað með Þ' << er — . „Það gerði hann líka“, sagði Kitty allt í einu, og hin setti hljóð' við hreiminn i rödd henn- ar. „Nefnilega mig! Eg kann ekki á skíðum, en ég kann að búa til mat, og ég veit, að hveiti má vel borða, t. d. ef búnar eru til úr því pönnukökur, og síróp er haft með“. Þau fengu ávaxtasafa til að byrja með og því næst fjallháa stafla af pönnukökum — með kaffi, sem var vissulega kaffi. Það vakti óhemju hrifningu og pönnukökurnar hurfu eins og dögg fyrir sólu. Þegar máltíðinni var lokið, bauðst Lawrence til að hjálpa til við uppþvottinn, og skömmu síð'ar voru þau Kitty alein í eldhúsinu. Hún fann, að hann leit á hana alveg nýjum augum. Til hádegisverðar hafði Kitty steikt kjöt, og hún hafði bakað ógrynni af smákökum, og allir borðuðu með beztu lyst. Storm- inn hafði lægt nokkuð, en síma- sambandið var ennþá rofið. Á meðan hin höfðu ofan af fyrir sér með lestri og spilum síð- ari hluta dagsins, gramsaði Kitty í eldhúsinu og tókst að lokum að tilreiða prýðilegan kvöldverð. Meðan setið var til borðs, fóru karlmennirnir að ræða viðhorfin í alþjóðlegum viðskiptamálum, og Kitty upp- götvaði allt í einu, að hún gat vel tekið þátt í því. Hún hafði ekki starfað sem einkaritari Law- rence með lokuð augu og eyru. Karlmennirnir hlustuðu á hana og kinkuðu kolli í viðurkenning- arskyni. Þegar Diana sagði hæðnislega: „Þér virðist vera vel að yður“, tautaði Lawrence: „Það' er óhætt að segja“, og Ivitty fann til þess með stolti, að hún hefði ekki einungis verið í eldhúsinu, heldur hefði hún einn- ig verið fær um að koma þaðan aftur. Eftir kvöldverðinn héldu allir karlmennirnir því frain, að nú væri röðin komin að sér til að hjálpa Kitty við uppþvottinn, en Lawrence sagð'i með áberandi einbeittni: „Eg er gestgjafi hér og ég skal sjá um það“. Hann fór á eftir Kitty, þegar hvöss rödd Diönu stöðvaði þau. 44 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.