Heimilisritið - 01.04.1949, Blaðsíða 58

Heimilisritið - 01.04.1949, Blaðsíða 58
hún ætlaði burt, og gamla konan hafði dálitlar áhyggjur hennar vegna. „Pris er óhamingjusöm," sagði hún. „Hamingjusöm eða ekki, hvernig sem því er háttað, þá lætur Pris ekki leika á sig,“ svaraði John. Eftir kvöklverð hvatti John Ágústu til að hátta þegar í stað. Hann leiddi hana upp, og þegar hann kom aftur, stakk hann upp á því, að þau færu í skemmtigöngu. Jana samþykkti það fús- lega. Þessi mörgu, ótöluðu orð, sem liöfðu farið í milli þeirra allan daginn, höfðu að lokum gert hana taugaóstyrka líka. Þau gengu eftir gömlum stíg, tungl- ið skein eins og gulleitur silfurpening- ur á blásvörtum himni. Jana fann til innilegrar hamingjukenndar, þegar hún virti fyrir sér alstirndan himininn. John gekk þegjandi við hlið henn- ar. Loks sagði hann: „Jana, ég ætla að segja þér, hvers vegna ég varð að hitta þig.“ Hún bar fingunrna upp að munninum, óskaði ekki að segja neitt, aðeins skynja -—• og vona að heitustu þrár hennar rættust. . . . Þau staðnæmdust á hæð, þar sem jafnvel að nóttit var vítt útsýrn. Jana var frá sér numin, og þá heyrði hún rödd Johns. Hann stóð svo nærri henni, að hún fann heitan andardráttinn, og sagði hægt: „Ég kom af því að ég elska þig, Jana. Ég gat ekki annað. Á sömu stundu og þú fórst frá New York, varð mér það ljóst. Ég elska þig. Ég hlýt að hafa vitað það um leið og ég sá þig í fyrsta sinni. En ég gat ekki trúað því . . . Ég elska þig, Jana.“ Hún gat ekki hreyft sig eða snúið sér að honum. Hún stóð grafkyrr til 56 þess að varðveita tilfinningarnar, sem bærðust í saklausu hjarta hennar og streymdu um allan líkama hennar, svo henni varð þungt um andardráttinn. Hún stóð þannig og fann goluna leika í hári sínu. Ein ósk, sem hún hafði sent til stjarnanna, hafði rætzt! Hún veitti ekki viðnám, þegar hann lagði handlegginn utan um hana, dró hana að sér og þrýstá henni fast að sér. Hún hvíldi höfuðið á öxl hans andar- tak, en úr fjarska heyrði hún aðvarandi raddir. Hún þaggaði strax niður í þeim, og bæði ögrandi og sigri hrósandi, kast- aði hún höfðinu dálítið aftur og sá ljóma úr augum hans sömu tilfinning- una sem bærðist í hjarta hennar sjálfr- ar. Og svo laut hann niður að henni og allt hvarf sjónum hennar. Varir þeirra mættust í brennandi kossi, og hún þrýsti sér fast að honum. Varir hennar sögðu án orða: „Og ég elska Þ> s'\ Hún vék sér hægt úr faðmi hans og veitti viðnám, er hann ætlaði að þrýsta henni að sér aftur. En hún hélt um hönd hans, og er hún hafði stað- ið um stund — fyrstu stund lífsins er draumar hennar og veruleikinn voru eitt og hið sama — sneri hún sér við, og þau héldu niður stíginn og leiddust eins og börn. Hann talaði og hún drakk í sig hvert orð. Hann virtist gjörbreyttur maður. Málrómurinn var ekki lengur hvass og yfirlætislegur. Hann talaði í stuttum, hispurslausum setningum, stundum gat hann ekki haldið áfram af því hann fann ekki viðeigandi orð, og það var sem hann væri í vandræðum. Hann talaði um ýmis smáatriði í fari hennar, HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.