Heimilisritið - 01.04.1949, Blaðsíða 60

Heimilisritið - 01.04.1949, Blaðsíða 60
Járngreipar. Fram úr hófi eigingjam. Það var blátt áfram ögrandi. Og þú hafðir rétt fyrir þér. Auðvitað elska ég hann ekki. Og myndi aldrei gera. Ég fór með honum, eins og hann vildi að ég gerði, aðeins til að fullvissa mig um það.“ Jana hlustaði aðeins með öðm eyranu. Hún hafði fundið þrjár rauðar rósir í herberginu, þegar hún kom inn, og hafði sett þær í vasa með vami og lét hann standa á skrifborðinu. Nú hugsaði hún um það eitt, að Priscilla sæi þarr ekki og hún reyndi að standa þannig, að hún skyggði á þær. „Og þið John?“ spurði Priscilla og hélt áfram án þess að bíða svars. „Ég veit, að þér finnst ekki rétt að segja mér það, og auðvitað kemur mér það ekki við. Og þó, að vissu leyti, ég ber á- byrgð á þér. Auðvitað hefur hann verið ástleitinn við þig Ég veit það . . . Reyndu ekki að fela rósmar, ég sá þær um lcið og ég kom inn .. . John og rósir! Honum hlýtur að leiðast mikið heima, eða þá að honum er alvara, aldrei þessu vant. Má vera, ef þú held- ur vel á spilunum, að þú getir fengið hann til að kvænast þér. Þá myndu allir þínir erfiðleikar hverfa. Hann er afar ríkur. Það væri gott meðan það héldist. En mig langar ekkert til, að þú verðir einungis ein til viðbótar af vinstúlkum hans. Þú ert of góð til þess — og of ung . . . En við sjáum til.“ Jana varð eins rauð og rósimar. Blygð- unaralda fór um hana og orðatiltækin, „ef þú heldur vel á spilunum", og „fá- ir hann til að kvænast þér“, og „allir örðugleikar myndu hverfa", skáru í eyr- un. A'þ essari stundu hataði hún Pris- cillu. En samtímis því gerði hún sér ljóst, að í fyrsta sinn á ævinni hafði hún misst sjónar á veruleikanum. Alltaf síðan hún kyssti John undir stjörnubjörtum kvöld- himninum hafði hjartað dansað í brjósti hennar. Hún hafði þaggað niður radd- ir efasemdanna og aðvörunar. Til þcss að gleyma öllu öðru. Og hversu vel hafði henni ekki tekizt að gleyma öllu! En nú náði veruleikinn aftur tökum á henni, kaldur og hversdagslegur. Lífs- baráttan — ástarbaráttan. Hún hafði ætíð lifað í tveimur heim- um — annar var heimur draumóra og ímyndunarafls, hinn raunveruleikinn. Og aldrei fyrr hafði hún leyft þeim að blandast saman. Hún hafði jafnan stað- ið föstum fótum á jörðunni, þó höfuð- ið væri uppi meðal skýjanna. Þannig hafði hún komizt ósnortin og óbuguð gegnum hörmungar síðustu þriggja ára. Og nú einbeitti hún huganum aftur að veruleikanum. Orð Priscillu sviptu henni niður á jörðina. Engan við miðdcgisborðið hefði get- að rennt grun í hugsanir hennar. Hún hélt vel á spilunum, eins og Priscilla hefði orðað það. Og á eftir hélt hún á þeim scm fjórða manneskja í bridge, er hún átti að sýna, hvað hún hcfði lært. John hafði allan daginn ekki látið í ljós minnsta áhuga á því að taka upp þráðinn frá kvöldinu áður. Þessi still- ing féll henni fyrst í stað vel, en var nú orðin espandi. Klukkan var að verða tíu, og Ágústa talaði um að fara að hátta, þegar land- síminn bað um Priscillu. Hún fleygði 08 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.