Heimilisritið - 01.04.1949, Blaðsíða 63

Heimilisritið - 01.04.1949, Blaðsíða 63
upp.“ Hún danglaði í Jönu með svip- unni og hló svo eðlilega og hughreyst- andi, að Jana fann sig einnig knúða til að hlæja, og allt í einu var eins og allt væri miklu auðveldara en andartaki áður. Priscilla kynnti Ágústu gestina; hún bauð þau velkomin af hlýlegri gestrisni. Að þeirri athöfn lokinni flýtti Mor- ganti og Mano sér til Jönu, eins og þau væru í raun og veru afar glöð af að sjá hana. „Þú ert dásamleg!" hrópaði Mano. Ef til vil var þetta ekki annað en frasi, eða ef til vill hefur Mano meint það. Hrifning hennar virtist einlæg, og Jana varð henni fegin. Henni hafði ætíð geðjast vel að Mano, og svo var enn. Mano faðmaði hana og hló, og hún hefði hlegið líka, hefði hún ekki séð athugult augnaráð Johns. „Mér hefur alltaf þótt Jana dásam- leg,“ sagði Morganti af sínum venju- lega riddaraskap. Henry Kayde heilsaði henni á látlausan, kurteislegan hátt. En á eftir, þegar Priscilla var farin upp á loft, sagði hann rólega: „Ég þakka yð- ur fyrir það, Jana, sem þér hafið gert fyrir Priscillu." Jana varð hissa. Henni fannst hún ekki hafa gert neitt fyrir Priscillu. Þvert á móti, Priscilla hafði gert allt fyrir hana — svo mikið, að Jana var næst- um búin að gleyma, hvernig hún hafði komið tjl hennar. Þau voru á leiðinni upp stigann, þeg- ar sendisveinn kom að húsinu á reið- hjóli. Jana hefði ekki tekið eftir hon- um, hefði John ekki kippzt ofurlítið við, eins og hann hefði vonazt efrir honum. Hún fylgdi honum ósjálfrátt með augunum, er hann gekk til dyra og tók við símskeyti af drengnum. Hann flýtti sér að lesa skeytið. Ofan úr miðjum stiga, þar sem Mano hafið staðnæmst, kallaði hún: ,,Er nokk- uð að, góði?“ „Nei, ekki neitt," svaraði hann án þess að líta af blaðinu. Svo flýtti hann sér allt í einu að arninum, fleygði því í eldinn og kom á eftir þeim upp. Jönu varð órótt á ný. Það hafði ver- ið eitthvað skrítið við þetta skeyti — og John, er hann Ias það og brenndi því. Eða voru þetta tómar grillur úr henifi? Spurning Mano, „er eitthvað að, góði?“ klingdi óþægilega í eyrum hennar . . . En hvað hafði stúlkan lesið úr svip hans og skilið á látbragði hans? Jana reyndi að bæla niður afbrýðisem- ína, sem aftur gerði vart við sig í hjarta hennar. En það var ekki hið eina. Henni tannst nú, í fyrsta sinn í langan tíma, hún vera eins konar boðflenna. Eftir hádegisverð var ákveðið að aka með Ágústu á hrossamarkað. Þegar staðið var upp frá borðum, sagðist Jana hafa verk að vinna, og hún sá, að Á- gústa, að minnsta kosti, skildi hana. Hún fór upp áður en nokkur fengi tóm til að telja hana á þá skoðun að koma með. Þegar hún kom inn í herbergið, sá hún nýjar rósir. Hún hafði ekki búizt við þejm. Hún gáði hvort nokkur skila- boð fylgdu, en svo var ekki. Tilfinning- ar hennar komust úr jafnvægi á ný. Hún settist við borðið og sat stundar- korn hreyfingarlaus. Þegar hún Ieit út um gluggann, sá hún John og Mano leiðast um garðstíginn. Framh. í næsta Iiefti. HEIMILISRITIÐ 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.