Heimilisritið - 01.05.1949, Blaðsíða 20

Heimilisritið - 01.05.1949, Blaðsíða 20
eyddi mínum síðasta eyri i hús- gögn. En það stoðar ekki baun. Eg er að gefast upp. Það hefur verið komið til mín með tvo slasaða menn og einn flogaveik- an — tuttugu og tvö pund, átta og sex — það er allt og sumt!“ Doyle réð' Budd ao kalla sam- an lánardrottnana og komast að samkomulagi við þá. „Ef þú bvrjar að nýju einhversstaðar og verður vel ágengt, geturðu borg- að þeim aftur hvern eyri. Eg kem ekki auga á annað ráð“, sagði hann við vin sinn. „Ágætt, góði minn“, sagði Budd. „Þetta er heillaráð, og ég þakka þér kærlega fyrir það. Eg skaut, en missti marks. Næst mun ég hitta það, og það mun meira að segja elcki verða langt þangað til“. Fáum mánuðum síðar fór Conan Doyle til vesturstrandar Afríku. Þegar hann kom aftur heim frétti hann á skotspónum, að Budd hefði kallað saman lán- ardrottna sina, lýst svo átakan- lega fyrir þeim baráttu sinni við örðugleikana, að sumir þeirra fengu ekki tára bundist, fengið hjá þeim gjaldfrest og ldotið óskipt traust þeirra. Þegar hér var komið, var Doyle að brjóta heilann um það, hvort hann ætti að hætta á að hefja læknisstörf á eigin spýtur, en síðla hausts, árið 1<S82, fékk hann annað skeyti frá Budd: „Hóf starf hér í Plymouth í júní s. 1. Geysileg aðsókn. Græði á tá og fingri. Hef gert uppfinn- ingu, sem er margra milljóna virði. Komdu með næstu lest. Hef nóg handa þér að gera“. Eftir nokkurt hik ákvað Doyle að fara, og Budd stóð á brautarpallinum eins og í fyrra skiptið, og heilsaði honum sneð því að reka upp öskur og slá hann bylmingshögg í bakið. „Góði minn“, hóf hann strax máls, „við skulum hreinsa þessa borg. Eg skal segja þér, Doyle, við skulum ekki gera neinum lækni hér viðvært. Eg hef ekki við að taka við peningunum“. „En hvernig er það“, spurði Doyle, „eru svo fáir læknar hérna?“ „Fáir!“ æpti Budd. „Seiseinei, það er urmull af þeim við hverja götu“. Nú tor fram smáskrípaleik- ur, sem hafði sýnilega verið undirbúinn. Skrautvagn, dreg- inn af tveim fallegum, svört- um hestum beið þeirra, og auð- mjúkur ekill spurði Budd, til hvers húsa sinna hann vildi halda. Budd varð harla glaður er hann sá, að þetta hafði tilætl- uð álirif á Doyle og sagði, að bezt væri „að aka til borgarset- ursins“, þar eð líða tæki nú að matartíma. A leiðinni sagði 18 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.