Heimilisritið - 01.05.1949, Blaðsíða 27

Heimilisritið - 01.05.1949, Blaðsíða 27
aíis staðar var salriá svaríð að fá. Því raiður enginn bíll! Hvað átti ég nú að gera? Eg hringdi til hennar og tjáði henni vandkvæði mín. Samtal okkar var ekki langt, ég man bara að hún sagði: „Það er allt í iagi“. Svo kvaddi ég og hringdi af. Það sem eftir var kvöldsins var ég í döprn skapi yfir þessari tilhög- un örlaganna. Mér fannst sein ég liefði ónýtt fvrir henni kvöld- ið og valdið henni vonbrigðum. Eg var heima allt kvöldið. Skömmu síð'ar fórum við þó saman í bíó. Hnn átti heima í úthverfi bæjarins, sem þá var. Við gengum báðar leiðir og töl- uðum mikið saman á leiðinni. Það var víst ekki sérlega upp- byggilegt eða upplífgandi af minni hálfu, enda hafði ég enga æfingu í að skrafa við stelpur undir svoleiðis kringumstæðum. Eg hef enn á tilfinningunni, hversu óskemmtilegur ég hlýt að hafa verið. Auk þess hafði ég þá, ekki síður en nú, fremur óþjálan, næstum hranalegan málróm, og mér hætti jafnvel ti! að stama svolítið. Mörgu af því, er ég sagði, svaraði hún með brosi, sem mér stendur ennþá lifandi f.yrir hug- skotssjónum eftir öll þessi ár. Því brosi gleymi ég aldrei. Ég fylgdi henni heim að tröppunum heima hjá henni og kváddí hana þar með handar- bandi, annað fannst mér ekki tímabært eins og sakir stóðu. — Ég var í óvenjulega góðu skapi •á leiðinni heim. Það var svolítið að' byrja að snjóa. Eg sá stórar snjóflyksur falla til jarðar, er þær báru við Ijóskerin á götunni. Það var logn, og veðrið var fag- urt. Snjórinn féll hægt í logninu, og mér fannst eins og hann væri að biðja afsökunar á því að þurfa að trufla mig, er ég gekk þarna og lét hugann reika inn á hin ónumdu löntl íramtíðarinn- ar. Það var Iiðið fram yfir mið- nætti er ég kom heim í fátæklega herbergið' mitt. Ég leigði á efstu hæð í stórum timburhjalli vest- ur í bæ. Innbúið var ekki rík- mannlegt á borgaralegan mæli- kvarða. Einn gamall dívan stóð undir einum veggnum. A honum var gamalt og slitið hermanna- teppi. Borðið stóð á fjórum fót- um undir glugganum, sem rigndi inn um, ef dropi kom úr lofti. Á það hafði ég breitt brúna tusku til að íela fyrir þeim, sem ekki vissu, hversu gamalt og Ijótt það var í raun og veru. Það eina sem ég mat nokkurs af því, sem í her- berginu var, fyrir utan sjálfan mig, voru bækur mínar og rit- föng. Þeim staflaði ég vandlega á eitt borð'hornið. Föt mín geymdi ég í trékassa með einni HEIMILISRITIÐ 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.